Komið þið sælir.

Ég vil biðja á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka liðið. 2008 mun verða þekkt fyrir öfluga spilun í cod4. Þótt samfélagið hafi verið stærra þá er búið að vera gaman að sjá allan fjölda móta sem haldið hafa verið.

En nú eru nýir tímar í vændum og verður þetta ár meira spennandi en áður. Ástæðan tel ég verða því loksins failaði Activision að koma með nýtt comeback og má segja að CoD5 sé ekki nema eitt gott stórt fail!
Þeir standa fyrir því að ekki einu sinni 10% af þeim sem spila Call of Duty seríuna vilji spila CoD5 og vona ég innilega að CoD5 verði tap! Ástæðan er sú að persónulega finnst mér þeir eyða of litlum tíma í hvern leik. Þeir eiga að fara Valve leiðina að þessu og Mastera leikina og þá sjá þeir mun frekar stærra samfélag. En þarna koma peningar of mikið við sögu eins og alltaf.

En jæja. Nóg um blót á activision. Eins og áður hefur komið fram þá eru tímar framundan sem verða spennandi. Spennan fyrir mér er CoD2 comebackið. Þótt við íslendingarnir séum að fara deila þessu samfélagi bróðurlega á CoD2 og CoD4 (miðað við kosningar hér á huga), þá sýnist mér að sum erlend lönd ætli að snúa til baka.

Þessu fylgir galli og kostur.
Kosturinn er, að ég tel, sá að þeir sem vilja frekar spila CoD2 geta loksins snúið til baka og byrjað að byggja upp sitt samfélag á nýtt. Þeir sem velja Cod4 geta einnig haldið sínu striki og þar að leiðandi kannski stækkar samfélagið um nokkrar leikmenn.
Gallinn er hinsvegar sá að samfélag sem kannski áður var X stór verður nú að öllum líkindum helmingi minni. Ef fjöldinn var 100 og verður 50, þá er það nokkuð augljóst að 50 manna samfélag er kannski of lítið til þess að lifi, og því líkur að bæði deyi.

En hvað er þá til bragðs? Þar sem við göngum í nýtt ár og fögnum nýjum tímum, þá ætla ég að biðja samfélagið að koma saman og reyna finna lausn á vandanum (ef hann verður einhver) saman.

Persónulega tel ég að efþetta samfélag á að lifa verða samfélögin (CoD2 og CoD4) að vinna saman! Við verðum að passa að detta ekki í CS og CS:S rýg! Ef við gerum það þá eigum við von á að geta haldið út tveimur öflugum samfélögum sem verða vonandi það stór að við getum farið að státa okkur af almennilegu samfélagi.

Nú bið ég um stuðning og hugmyndir! Hugmynd hjá mér er að snúa aftur til Simnet og biðja um tvo server-a fyrir hvorn leik. Einn scrim og einn public. Einnig vil ég reyna koma ladder fyrir hvorn leik. Ladderinn yrði kannski í gangi í 3 mánuði og svo yrði honum restartað.

En þetta eru hugmyndir. Endilega commentið, en ritskoðun verður þó í gangi svo allir haga sér =)

Gleðilegt ár og megi 2009 verða glæsilegra en fyrri ár!
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.