CLANBASE Þursahjálp partur 1

Þar sem að margir cod spilarar hafa áhuga á að scrima á erlendum velli hef ég ákveðið að búa til Clanbase þursahjálp, fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér inná clanbase síðuna og spila þar í ladderum og öðrum keppnum. Í þessum fyrsta parti ætla ég að fara út í hvernig maður skráir sig inná síðuna og setur inn GUID svo maður geti spilað. GUID er vist númer sem fylgir hverjum og einum leik (a.t.h ekki cröckuðum) og til að geta spilað í mörgum official leikjum þarftu að vera búinn að seta þetta númer inn á síðuna.
Þeir sem vita ekki hvað Clanbase er þá er það síða sem inniheldur keppnir í mest spiluðu leikjum Evrópu ásamt ladderum sem maður getur skráð sig í.
Clanbase síðan virkar frekar flókin fyrir marga og er frekar leiðinleg en nú ætla ég að sýna hvernig á að skrá sig og GUIDið sitt á síðuna og framan af því ættu menn að geta sett in lið og skráð sig í hinar og þessar keppnir.
Nú er það að fara inná www.clanbase.com og þar á vinstri hönd er box sem heitir “LOGIN” í því stendur litlum stöfum “register” smellið á það.

Nú ertu kominn í ClanBase signup og þaðan ættu allir að geta bjargað sér. A.T.H Að lykilorð þarf að vera 5 – 8 stafir og það þarf að vera allavega einn stór stafur í lykilorðinu!
Eftir þetta er bara bíða eftir emaili frá Clanbase og kemur það í það netfang sem þú skráðir á síðuna A.T.H ef þú ert með hotmail gæti mailið lent í ruslpóstinum hjá þér (TRASH)!
Þegar þú færð mailið á að standa svona:
Hi “þittnafn” Click here to complete signup: “LINKUR SEM Á AÐ SMELLA Á
þá smelliru bara á linkinn og ættir að fara beint inn á clanbase vefsíðuna logaður inn (þú sérð það efst á stikunni á síðunni!)
Ok nú ættiru að vera skráður inn á Clanbase síðuna, og nú ætlum við að seta inn GUID á clanbase síðuna svo þú getir spilað Clanbase (CB) leiki.

Til að finna sitt eigið GUID ferðu inn á server, sjálfur fór ég bara í Call of duty 4 :MW og startaði minn eigin server (create new server) og í console skrifar maður /pb_myguid þá stendur “PunkBuster Client: GUID= xxxxxxxxx (í stað x koma tölur sem eru guidið þitt!)”
Annaðhvort tekuru screenshot eða skrifar niður hjá þér fyrstu 8 stafina í GUIDinu. (dæmi a34567df)
Nú er það að seta þá inn á clanbase. Til að gera það logaru þig inn og ferð í ADMIN sem er efst í hægra horninu við miðju og finnur þar:

Several games have unique numbers or ‘guids’ to identify individual players. You can specify the guid's for your games here. klikkar á “here” og neðst á þeirri síðu klikkaru á CoD4 PB Guid(new)”

Í value skrifaru 8 fyrstu stafina í guidinu þínu sem þú átt að vera búinn að skrifa niður eða taka screenshot af, og í neðri kassan skrifaru bara eitthvað það skiptir ekki máli hvað þú setur í hann bara að hann sé ekki tómur, svo ferðu í Submit.

Nú ættu flestir að geta registerað á clanbase síðuna og sett in GUID til að geta spilað, Næst er það bara að búa til clan og adda meðlimum í það ásamt því að skrá sig í keppnir eða laddera.

CLANBASE Þursahjálp 2 coming soon!Minni á að auðveldara era ð leita af scrimi á ircinu ásamt því að það eru komnar upp fáeinar cod4 rásir á ircinu:

#cod.is
#dedication.is

og vonandi koma fleiri rásir. En allavega kemur önnur þursahjálp inn um leið og ég hef tíma til að henda henni upp GOOD LUCK!
dedication.m1ztk