Eftir miklar vangaveltur, marga trailera og kynningarmyndbönd ásamt SP demo, er maður loksins kominn með Call of Duty 4 í hendurnar.
Auðvita er frábært að fá smá ferskt blóð þar sem við höfum spilað cod2 í sinni núverandi mynd í allt of langan tíma en ekki stóðu Infinity Ward (framleiðendur) né Activision (útgefandi) sig vel þegar kom að því að uppfæra leikinn.
Auðvita eru einhverjir sem neita að spila cod4 því cod2 er pottþétt betri þrátt fyrir að þeir hinir sömu hafa minnstu hugmynd um hvernig leikurinn er því þessi skoðun hefur væntanlega verið mynduð um leið og menn fréttu að þetta yrði fyrsti cod leikurinn sem gerist ekki í seinni heimstyrjöldini. Loksins segi ég nú bara!

En hvernig spilast svo leikurinn?
Ég byrjaði á að stilla allt sem var ennþá eins í cod4 og það var í fyrri leikjunum, þannig að það væri eins og ég er vanur. Sem var í raun ekkert annað en sensitivity og mínar venjulegu breytingar frá default lyklaborðsskipunum. Þið ættuð að verða glaðir að heyra að þegar kemur að stjórnun líður manni alveg eins og í gamla góða cod. Eitt eða tvö, skiptir engu máli þar sem þessir leikir eru alltaf frekar svipaðir fyrir utan grafík og smá viðbætur í gameplay.
En þar batnar það.
Í cod4 höfum við sömu góðu blönduna af hröðu og góðu close combat ásamt hröðum sniper eða riffla duels. Helsti munurinn á cod leikjunum og öðrum vinsælum FPS online leikjum í gegnum tíðina að þrátt fyrir hraða, býður cod upp á mun yfirvegaðari og útpældri spilun. Þetta er allt ennþá til staðar.

Við höfum auðvita ný möp og það mjög góð í þokkabót, betri grafík og nýjar (og betri) byssur.

Svo er það sem gerir þennan leik frábrugðinn fyrri titlunum. Líkegast það sem mun greina hvort þú hafir áhuga á að halda áfram að spila cod eða skipta yfir í leiki á borð við Unreal, nú eða verður lame og hættir að hanga í tölvuni en hver einasti heilvita maður veit að það er ekki möguleiki.

Ranking!
Þú færð XP (experience) stig þegar þú spilar. Þú hækkar um rank og græðir nýjar byssur. Svo eru alskonar archievements sem ég hef ekki náð að kynna mér almennilega en ég virtist hafa lokið “base jump” þegar ég hoppaði og prone'aði út um glugga og lenti standandi… ég veit ekki. Áhugavert aukadóterí en enganvegin mikilvægt.
Ég mundi samt ekki hafa áhyggjur af þessu rank kerfi þar sem það verður afnumið í scrimmum svo allir séu jafnir. En það sem mér fanst best við þetta rank kerfi var að ég þarf ekki að logga mig á einhvern skrattans account til að geta spilað (FO! Dice (BF serían)).

Svo er það önnur breyting. Þegar þú velur þér vopn ertu í staðinn að velja þér classa. Það eru default classar sem hæfa öllum. Assault (semi-automatic og síðar fully automatic rifflar), Special Ops. (SMG), svo einhver classi með Shotgun og annar með Heavy Machinegun ásamt Sniper classa.
Það sem ég elska afur á móti mest við þetta classa system er að þú getur svo búið til þinn eiginn class þar sem þú velur úr vopnunum sem þú hefur unnið þér inn fyrir. Assault rifle, side-arm (pistol) special grenade (flash, smoke eða eitthvað eitt enn (disorientation eitthvað)). Svo veluru þér þrjú Perks með.

Perks!
Perks eru auka eiginleikar sem þú getur unnið þér inn. Allir eru þeir mjög mismunandi en þeir skiptast niður í þrjá flokka sem ég get ekki alveg skilgreint. En á meðal þessara perks er að hafa örlítið meira líf (engar áhyggjur, skot í hausinn drepur ennþá), sjást ekki á radar óvina (þegar þú nærð ákveðið mörgum fröggum í röð t.d. án þess að drepast geturu gert radar scan og séð í örstund óvini nálægt þér á mapppinu), hlupið örlítið lengur og “Last Stand” sem ég er mjög hrifinn af. Það lýsir sér þannig ef að ef þú ert með Last Stand sem eitt af þínum þremur perks og einhver skýtur þig ekki alveg nægilega mikið til að drepa þig samstundis en nógu mikið, fellur þú niður í jörðina og færð að nota pistol þínar síðustu sekúndur.
Það er alveg heill hellingur af perks í viðbót sem ég man ekki eftir og ennþá fleiri sem ég hef ekki enn prufað.

Ég gleymdi líka að minnast á, að síðasti automatic riffillinn sem þú getur náð er MP44! Það eitt og sér egfur mér ástæðu til að hanga á public næstu sólahringana. Reyndar ekki sólarhringana, þar sem það tekur þig mjög fljótan tíma að ranka þig upp og safna XP. Svona í fyrstu hrynur þetta alveg inn en auðvita hægist aðeins á því. Ég held að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af ójöfnu á public þar sem það tekur enga stund að safna þessum XP stigum. Svo er þetta líka bara spurning um skill ;)

Vopn.
Ég hef ekki komist til að reyna á næstum öll svo ég ætla ekki að fara mjög náið út í hverja og eina byssu en ég get sagt það að recoil er mjög sanngjarn að mínu mati. Ekki of mikið, ekki of lítið. Auðvita er það mismunandi eftir byssum en það er alltaf gaman að þurfa að hafa aðeins fyrir því að verða góður með hverri byssu (MP44 cod1 > MP44 cod2, allavega þangað til að ég reyni á hana í leik númer fjögur). Margir höfðu áhyggjur af sniperum en þrátt fyrir að fyrsti sniperinn sem þú sért með sé semi-automatic þá gerir hann svo lítið damage að það skiptir engu. Strax á eftir honum ertu kominn með verðugan AWP. Líkara því sem við þekkjum til úr fyrri leikjum. Sömuleiðis er töluvert erfiðara að höndla sniperinn núna en það gerir hlutina bara skemmtilegri.

Svona stutt í lokin.
Besta skemmtun sem ég hef upplifað á public leikjaþjóni í langan tíma. Ef þú fýlaðir eldri leikina mun þessi ekki valda vonbrigðum.
Svo er það bara að koma upp íslenskum þjónum og fara að scrimma!

4k í Elko og Max, veit ekki með BT.

PS* Ég hef enn ekki spilað SP, en hver kaupir eiginlega cod fyrir SP?