Stærsta LAN keppni sem er til fyrir tölvuleiki eða WSVG (World Series of Video Games) ákvað fyrir löngu að hafa CoD2 spilaðan á tveimur eventum.

Það kom fólki á óvart að staðirnir sem voru valdir voru báðir í Norður-Ameríku (Dallas og Los Angeles) þar sem Cod2 samfélagið í Evrópu er mikið stærra.

Mjög margir “kvörtunar”korkar hafa verið skrifaðir á www.gotfrag.com og hafa þeir allir fengið yfir hundrað comment þar sem allir lýsa því yfir að þeir vilji event í Evrópu. Núna er mögulegur séns á því að við (evrópska CoD2 samfélagið) getum haft áhrif.

Þannig er mál með vexti að gerður hefur verið korkur á WSVG síðunni og ef að við söfnum nógu mörgum jákvæðum svörum við honum þá er séns á að eventið í Los Angeles verði fært til Evrópu (mjög líklega Svíþjóðar).

Jafnvel þó það sé enginn séns á að þið farið þá mæli ég með því að þið farið á http://www.thewsvg.com/forums/thread/421/2 , náið ykkur í account og commentið þar sem vel heppnað WSVG event getur gert undur fyrir CoD2 og haldið honum lifandi aðeins lengur.

RaiL