Kísildalur Open á morgun! Þessi grein er gerð til að rifja upp ýmsa mikilvæga hluti fyrir mótið sem byrjar núna á morgun, föstudag.

Húsið mun opna klukkan 13:00 á morgun og loka klukkan 17:00 á sunnudeginum. Húsið verður opið fyrir keppendur en þeir sem hafa ekki borgað inn þurfa að yfirgefa húsið þegar það lokar.

Þetta átti að vera í sal á fyrstu hæðinni en útaf góðsemi Egilshallarinnar þá fengum við skautasvellið (sem er að sjálfsögðu brætt á sumrin) sem er rúmir 1000m2 svo það er nóg pláss handa öllum. Einnig eru áhorfendastúkur, hljóðkerfi, ljósashow, stigatafla og þrjú plasmasjónvörp í andyrinu fyrir specroom.

Mikilvægt er að muna eftir 3500 krónunum sem eru á mann enn ekki lið og leyfisbréfi frá foreldrum fyrir þá sem eru 16ára eða yngri. Hægt er að fá það á slóðinni http://lanmot.hax.is/leyfisbref.html.

Einnig vil ég hvetja fólk til að skoða reglurnar sem eru hér á grein fyrir neðan. Riðlar og önnur skipurlagning verður birt á staðnum svo ekkert vera að stressa ykkur yfir því.

Og að lokum þá ætla ég að “vara” fólk við svo það fari ekki í fílu og grenja á staðnum því við erum ekki þjálfaðir í svoleiðis tilfellum. Borðin sem eru þarna eru kringlótt en mjög stór og er hægt að koma fyrir 5-6 tölvum ánþess að það verði þröngt. Lið með fleiri leikmenn fá tvö svoleiðis borð alveg upp að hvort öðru. Þú getur litið til hliðar og þá sérðu alveg á skjáina hjá þeim sem sitja hliðina á þér svo það er ekkert vesen með það.

Annars var það ekkert fleira svo vonandi mætiði sem flest og kíkið á þetta því þetta á eftir að vera lanmót sem fæst ykkar eigið eftir að gleyma.

Ef það eru einhverjar fleiri spurningar þá getiði spurt mig bara hér eða rætt við mig á irc #official.lanmot

Takk.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius