Því miður verð ég að flytja ykkur þá leiðinlegu frétt að galli hefur fundist í smoke-num. Þá er ég ekki að tala um að hann fari í gegnum veggi eða þannig séð, nei nei það er hægt að sleppa hreinlega alveg við að sjá hann. Það er ekki langt síðan komist var að þessum galla og eru þeir hjá CAL og fleiri búnir að reyna gera allt til þess að reyna laga þennan galla en því miður þá virðist það ekki vera hægt.
Þegar þeir úti áttuðu sig á því að ekki væri hægt að laga hann fóru þeir að spurja sjálfa sig hvað þeir gætu mögulegt gert. Aðeins eitt svar var við þessari spurningu, það verður að sleppa smoke alveg.

Margir urðu mjög hissa á þessari frétt enda höfum við aðlagast smoke eins og hann er núna og verður erfitt að hætta nota hann þar sem flest strött hafa yfirleitt smoke. En við höfum um ekkert annað að velja því ekki er hægt sanna að fólk sé að notfæra sér gallann.
Allar keppnir úti í Bandaríkjunum hafa ekki smoke lengur og fljótlega mun clanbase segja stopp á smoke. Engin keppni mun lengur stiðjast við smoke. En hvað ætlum við Íslendingar að gera? Við höfum nú oftar en ekki verið frekar eftir með allt svona nýtt en hvernig væri ef við mundum grípa strax inn í þetta og stoppa notkun á smoke líka.
Fljótlega mun vera gefinn út PAM 2.04 sem inniheldur þessar breytingar:

- Smoke verður tekinn út
- sv_fps 30
- Allir verða nota /snaps 30
- Allir verða nota rate 25000
- Ambient fire is disabled (skil ekki alveg)
- Killzones have been removed (skil ekki alveg)

Þarna koma breytingarnar vel fram og sv_fps, snaps og rate stillingarnar eru tengt pingi og munu bara bæta ping, svo það er ekkert til þess að vera hræddir við.

Við náðum að venjast smoke fyrst þrátt fyrir að vera á móti því, ég held einfaldlega að við verðum að venjast engum smoke aftur. Hvað vill lýðurinn? Segið það sem þið viljið og ef þið hafið ástæðu til þess að nota smoke-inn komið með hana, annars sé ég litla ástæðu fyrir honum fyrst þetta fór svona. Mitt atkvæði fer í PAM 2.04 með öllu því sem það fylgir.
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.