Eins og fyrirsögnin gefur til kynna vil ég bjóða ykkur velkomin í árið 2007. Ég veit að það sé 11. og þetta virðist vera koma frekar seint en hvað með það. Árið 2006 var mjög gott ár og voru spiluð fleiri íslensk mót en einhverntímann áður hafa sést í sögu CoD samfélagsins (enda nú ekki gamalt).

En núna er komið nýtt ár sem þýðir ný markmið og nýjir tímar. Margt virðist vera gerast í hinum stóra e-Sports heimi og spurningin er hvort við ætlum að fylgja eða hvernig hlutirnir munu verða hjá okkur.
CoD2 hefur ekki alltaf verið stærsti leikurinn hér á landi en erum við alltaf að sækja á. En til þess að við getum haldið áfram að stækka og orðið betra verðum við að halda áfram að sækja á. Við verðum að sanna fyrir þeim sem mundu vilja prófa CoD2, af hverju það er þess virði. Við verðum að sína og sanna að CoD2 sé alls ekki að deyja út heldur ef eitthvað er að stækka. Við viljum vera leikurinn sem fólk vil prófa þegar það segir að það sé komið með leið á CS 1.6 eða að þeim finnist CS:S ekki vera leikurinn fyrir þá. Þá verðum við að reyna sína leiðina að CoD2 og reyna stækka við okkur.
Þetta er allavega mín hugmynd á því hvernig við getum stækkað við okkur hér á landi. Sumir vilja auðvita ekkert stækka við en þetta er hugmyndir fyrir þá sem vilja það eins og ég.

En hvernig skal fara að því?
Við höfum haldið mót. Eitt stórt Online mót hefur verið haldið, 3 OneDay Cup hafa verið haldin og svo núna fyrir stuttu jólamótið sem fór fram á tveimur dögum. Deluxs kom með pickupið sem hefur verið aldeilis vinsælt síðan það kom. En hvað næst?
Það hafa allir væntanlega sínar hugmyndir um hvað er hægt að gera. Ég held persónulega að CoD2 samfélagið þurfi á einhverju nýju að halda eða einhverju sem fær fólk til þess að vakna aðeins aftur upp. Ég ætla fá að koma með mínar hugmyndir og bið ykkur endilega að virða þær:

*Höldum nýtt mót. Ekkert sérstakt lið mun sjá um mótið heldur mun samfélagið halda þetta í sameiningu. Kosið yrði um einhverja 3-5 sem mundu halda utan um þetta en þeir mundu í raun og veru engu ráða. Hvernig ætti að halda keppnina, hvaða möp ætti að spila og allt sem tengist því mundi samfélagið velja með meirihlutakostningu. Við mundum gera stórahluti úr þessu með því að reyna finna út hvernig eigi að broadcasta leikjum og ef það mundi ekki ganga þá yrði Radio alltaf vinsælt. Við mundum reyna jafnvel að koma upp IrcLivebot sem mundi sína hvað færi fram á hverjum leikjaþjón. Og svo að lokum og í raun seinasta og eina vandamálið. Ættu að vera verðlaun og hversu stór? Ef við mundum leggja okkur all svaðalega mikið fram, þá gætum við alveg gert mót með góðum verðlaunum. En spurningin viljum við það? Eru verðlaun nauðsynleg? Þessu svarar bara hver fyrir sig.

*Að loksins yrði e-ð gert í ladder hugmyndinni og mundum við enn og aftur reyna að fixa þetta saman. Mundum reyna fara eftir ELO reiknireglunni (notuð á ClanBase) og hafa þetta mjög svipað og þar. Ég held að allir séu orðnir pínu leiðir á að scrimma fyrir ekki neinu og vilja fara keppast smá. Þó ladder yrði ekki langlífur þá yrði það fínt allavega þann tíma sem hann lifði.

*Haldin yrðu svona svokölluð silly kvöld. Þá er tildæmis hugmynd að fá að nota pickup bottann og yrði skráð sig í scrim eins og venjulega, en í þetta skiptið í HQ, TDM, CTF eða hverju sem er, bara aðeins til að breyta til og yrðu þetta kannski einhver kvöld 2 í mánuði.

Hérna kom ég allavega með 2 hugmyndir og ég hef fleiri í huga en geymi þær í bili. Hugmyndin með mótið eru í raun góð finnst mér. Þar getum við sannað hversu náið samfélag við erum og hætt að metast og farið að standa saman. Við mundum koma þessum fréttum á eins margar e-Sports síður og við gætum og reynt að dreifa þessu sem mest. Fólk úr CS heiminum sér þetta og ef mótið heppnast færu kannski fleiri að prófa. Gæti stækkað smá við okkur. Einnig yrði þetta spennandi verkefni sem ég held að allir hefðu gaman af.

En ég vil einnig sjá ykkar hugmyndir svo komið með þær og ekki vera hræddir. Allir virða hugmyndir hvors annars og sjáum svo hvernig umræðan fer af stað.

En að lokum býð ég ykkur velkominn í nýtt CoD2 ár og megi það verða ykkur sem allra best. Stöndum saman og gerum okkar besta til þess að skemmta okkur og hafa gaman, til þess er nú leikurinn gerður.

CHEERS
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.