hugi.is/cod - Sumartíminn og tölur. Sælt veri fólkið.

/cod er dottið niður í 27. sæti yfir vinsælustu síður Huga, 37,944 fléttingar eða 0.62% af öllum á Huga. Þetta eru tölur fyrir júní mánuðinn.

Venjulega mundi ég bara henda þessu í tilkynningar en mér datt nú í hug að reyna að hrista aðeins upp í þessu þrátt fyrir að það sé sumar og leikir séu ekki efst í huganum á mörgum.

Nú ættla ég að skora á fólk, reyndar á íslensku cod liðin, að senda “pós” myndir af liðinu. Þá á ég við in-game, en auðvita væri magnað ef eitthvað lið ætti myndir frá einhverjum hittingi.
Mun ég bíða með að það verði komnar ca. 5 myndir inn og þá mun ég byrja að samþykja eina af þessum myndum á dag.

Auðvita munum við stjórnendur ekki hætta að samþykja aðrar myndir, en það væri gaman að taka eina svona mynda syrpu. Hvernig lýst fólki á? Tökum okkur nú á og förum hærra á listann en /bf og /wolfenstein !