Ég hef ákveðið að búa til stóran lista, hafa öll þau lið sem ég man eftir inná honum. Þetta er einungis mín skoðun, ekki endilega staðreyndir. Einnig gef ég liðum aukabónus fyrir að vera skemmtileg.

1. Dedication (100%)

Liðið:

Þetta lið er eitt af leikreyndari liðunum sem spila í dag. Þeir eru allir mjög pro, vel strattaðir og grenurnar eru mjög góðar. Ströttin og þessar grenur skilja á milli góðra leikmanna og þeirra liða og hinsvegar Dedication, þeir eru í sérflokki, því að það er ekki bara það að þeir séu gríðarlega sterkir einstaklingar, einnig er það hversu góðir saman þeir eru stór plús hjá þeim.

Einstaklingar/(L) fyrir Lykilmaður

Fanatic (L): Bestur sem stendur í cod 2, góður leikmaður og team-player, þroskaður í flestum umræðum og gríðarlega góður á vígvellinum. Hann er án vafa einn sá allra besti í dag.

j1had: Gríðarlega góður, hefur allt sem þarf til þess að verða sá allra besti. Í one on one er hann nánast ósigrandi, góður player þarna á ferð.

Rocco: Öflugur player, mjög skemmtilegur, fínn gaur innan sem utan vallar, að mínu mati er typhoon betri með byssurnar en vegna þess hversu lítið maður sér hann þá verð ég einfaldlega að hafa rocco sem þriðju umfjöllun frá þessu liði, skemmtilegur player sem lítur ekki niður á önnur lið, hefur spilað með kingpin og stóð sig þá að sjálfsögðu ótrúlega vel.

2. Setpoint (92%)

Liðið:

Hörkugott lið, þeir vinna vel saman og það er kanski það sem greinir þá frá uoM, þeir eru með góðar grenur og vinna saman sem lið, ekki sem einstaklingar, þó auðvitað gætu þeir það þar sem að þeir hafa einstaklinga sem geta breitt leikjunum þeirra sér í hag á no-time.

Einstaklingar:

Blámi (L): Geigvænlega góður, það kemst ekkert framhjá þessum dreng, gríðarlegt efni og miðað við skillz gæti hann auðveldlega sníglast á endanum í Dedication.

Hemmi: Ég fílaði hann ekki fyrst, en þrátt fyrir að ég hafi ekki hrifist af persónutöfrum hans og öðrum nickum (hóstSanchohóst) þá efaðist ég aldrei um cod skillz þessa drengs, það eru ekki margir betri en hemmi í dag, án vafa mun hann ná langt og er hann mikilvægur hlekkur í liðinu, einnig í dag líkar mér mjög vel við þennan dreng og finst hann einn af fínni playerunum í dag

All-star: Ég hef oft blótað honum í sand og ösku í pickupum og fleira, einn besti sniperinn í dag og bara almennt með allar byssur, hörkuplayer og sjaldan að mínu viti nein leiðindi.

Ultimate Ownage Masters (90%)

Liðið:
Að mínu mati þeirra helsti galli að taka aldrei neitt alvarlega og waste-a talentinu sínu án þess að stratta nokkuð af viti, þeir hafa sínt það að þeir hafa skillzið, eru skemmtilegir playerar EN þeim vantar að nenna að gera það besta sem þeir geta gert úr sér, þá án vafa stingju þeir setpoint af og jafnvel dedication.

leikmenn/(L) fyrir lykilmaður

Smuffy (L): Að mínu mati bestur, þarna er á ferð einn af 5 bestu playerum landsins, sjálfum finst mér það að hann ætti að vera í dedication og hef viðrað þær skoðanir við all marga. Þó hefur hann sína galla eins og flestir, hann er ekki jafn góður og bippi og j1had að mínu mati en þó er hann besti playerinn utan Dedication, fínn gaur líka.

Weazel: Skillz…út í gegn…einn sá besti, blahh það þarf ekki að segja meira, það vita það allir. Vantar bara að nenna því að verða súper…

3rd: bara restin af uoM, allir góðir, ekki hægt að gera uppá milli.

4. Badass (72%)

Liðið:
Þetta er liðið með besta móralinn, SNILLDARGAURAR bæði innan og utan vallar, ég þarf ekki að segja neitt nema snilld um þetta lið, teamplayið er eins og mórallinn, gott, það einfaldlega fer saman þetta tvennt.

Leikmennirnir/ (L) fyrir lykilmann)

IngvarK(L): Hann heitr ingvar karl og er aðalmaðurinn, the creator, einn skemmtilegasti maðurinn í cod í dag, hann er stálið! Ekki efstur varðandi skillz, en það er ekkert BadAss án ingvars, það er bara þannig og þá kemur skillz því ekki við!

Chii: the former dedi master, hreynt út sagt GÓÐUR, ekkert alltaf kjaftminsti playerinn en geigvænlega góður on the battlefield, styrkur hans þar er öllum kunnur.

Klemmi: Skillz og aftur skillz, vantar bara að spila meira.

Devotion (70%)

Liðið:

Fínt teamplay, vantar aðeins uppá að þeir taki hlutunum pínu meira alvarlega, stratti smá og þá geta þeir farið að láta finna fyrir sér af fullum mætti, annars eru þeir bara að brenna inni með fullt af skillz en engan metnað eins og fleiri. Það er að mínu mati synd.

Leikmennirnir/(L) fyrir lykilleikmaður

War(L): hann getur unnið heilu roundin einn, á móti war skal ávalt passa sig því þetta er lúmskur og gríðarlega hittinn leikmaður, ef hann fær tækifæri er næstum 100% að hann nýti það og þú sért dauður.

Laukurinn: Ég skal viðurkenna það að ég vanmat þennan player, en það geri ég ekki lengur, hann er ótrúlega góður, refsar fyrir öll mistök sem maður gerir, þó mjög misjanfn en hver segir að það sé galli, toppar bara á réttu mómentunum

Mephz: ég er ekki búinn að sjá mikið af honum, en það sem ég hef séð sannfærir mig um að hann sé einn sá allra besti, allaveganna mun hann verða það, topp player úr wolf, alvöru maður hér á ferð!

Cruz 65%

Liðið:

Þeir eru góðir, ágætis teamplay og góðir playerar, vantar þó aðeins uppá skemmtanagildi þeirra en ég hef svosem ekkert útá þá að setja, þeir eru svona jack of all trades, ágætir á flesta kanta.

Leikmenn/(L) fyrir lykilmaður

Templer: Hann er potturinn og pannan, gott að hafa hann í liðinu, hann er harðasti playerinn á landinu, oft skemmtir maður sér við að hlæja að húmornum sem oft er skammt í hjá honum, nema þá að hann sé að meyna það sem hann segir, sem ég efa, hörkuskemmtilegur og góður player, á framtíðina fyrir sér!

Gat ekki gert upp á milli annarra.

Kingpin (60%

Liðið: Þeir eru mismunandi saman, oft ná þeir ótrúlega vel saman, spila saman eins og þeir hafi ekki gert annað síðan þeir fæddust. Góður mórall er í liðinu en þó verða menn oft pirraðir ef illa gengur. Menn í þessu klani eru bara allir snillingar, oft góður mórall á vent og það einkennir liðið, bæði geta menn verið mjög alvarlegir gagnvart leiknum en einnig tekið honum með stökustu ró.

Leikmenn/(L) fyrir lykilleikmenn.

Purki(L): Hann er búinn að vera stutt í herbúðum kingpin, en þó er hann strax búinn að festa sig í sessi sem einn besti leikmaður liðsins, hann hífir hina með sér í styrk og getu og má segja að hann hafi verið happafengur fyrir liðið. Einnig má nefna að hann er liverpool maður, en það er einn mesti plús sem menn geta fengið.

cpt.dickhead (L): Hann er stálið, búinn að vera með frá upphafi, margir hafa freistað hans og viljað hann en hann er án vafa einn tryggasti leikmaður sem ég hef hitt, hann mætti í kringluna þegar að kingpin hittust, hann er skillzið, pro-ið og maðurinn!!!

Horodo: Manni langar stundum að segja honum að halda kjafti á vent, en hann er ótrúlega fyndinn á stundum, En það er nú einu sinni þannig að skillzið er gott í honum, mátturinn er með honum, misjafn en oftast góður.

Kiss (L): Þið bara búið til ykkar komment, engin skítköst takk

Abbatage (L): Góður og tryggur player, einn af þeim sem hafa verið lengst í klaninu.

Matz: Ótrúlega skilled player, en hann spilar lítið og er hálf inactive

Icaruz: Já, hann æfir júdó og er margfaldur íslandsmeistari í sínum þyngdarflokk, á vellinum er hann algjör meistari, plaffar heddin eins og að borða smjör…

Infinity: Hann er gott rock, kom úr fyrirfara archive og hefur hann staðið sig vel eftir komuna.

Tyriel: hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað

Token (40%)

Ágætir spilarar þarna á ferð, kjaftforir og minna á margan hátt á st1, einstaklega góðir þegar þeir ná að spila saman.

Leikmenn/(L) fyrir lykilleikmann

Dewey (L): hann er ekki slæmur

DD (20%)

Án vafa gaman að spila við þá, skemmtilegir og taka öllu bara með stakri ró, hörkulið þarna á ferð.

Leikmenn/(L) fyrir lykilleikmann

Þekki bara engan

Draumaliðið mitt:

Kiss
fanatic
Smuffy
All-Star
Dickhead
Purki
Hemmi
Rocco