Það hefur mikið verið talað um að Stjórnendur á Call of Duty áhugamálinu hafi ekki verið að standa sig, þessu er ég ósammála, þó það sé kanski að hluta til smá sannleikur í því en samt eru ekki þeir að draga þetta áhugamál niður, heldur erum við það líka sem lesendur og spilarar.

Það sem mér finnst að sé að draga þetta áhugamál niður er eins og það segir sig í orðinu áhugi, fyrrum korkar hafa ekki verið uppa marga fiska, en eins og fólk sér þá er nóg að gera í þessu sammfélagi, tvær online deildir í gangi, stjörnuleikurinn, ný klön að koma, menn breytingar í gangi, þetta er afþreyfingar vefur, og mér finnst að maður ætti að geta lesið allt sem er í gangi í íslenska cod samfélaginu hérna á þessu áhugamáli.

Að vissu leiti eins og með myndir, kannanir og slóðir. Er það að hluta til sök stjóranda finnst mér. Ónefndur aðili sendi mynd inn fyrir nokkru og þurfti að bíða alltof lengi finnst mér þangað til að hún var sammþykt, þó það hefði verið skiljanlegt ef það hefði verið bið, en það var ekki sama myndin var alltaf þarna, og ekkert var samþykkt myndina, það myndu kanski fleiri senda inn myndir og kannanir og slóðir ef þetta yrði samþykkt fyrr. Það er hægt að líkja þessu eins og með blóm, sumum finnst flott að hafa blóm í stofunni hjá sér, en það eru fáir sem nenna að rækta blómið frá upphafi, frekar fer fólk úti búð og kaupir fullræktað blóm. Þetta er að vísu ekki mesta þolinmæði í heimi, en samt er þetta skiljanlegt, fólk sendir ekki inn mynd og svo þegar myndir er samþykkt þá er þetta kannski mynd af eldgamalli viðureign.

/// Lausn:

Bæta kanski við einum stjórnanda sem er til í að leggja tíma í þetta og mun hafa almennilegt viðhald á þessu.

Ég veit að izelord og Theory eru frábærir stjórnendur en þeir eru uppteknir stjórnendur, og hafa kannski ekki jafn mikinn tíma í þetta og áður og ég áfellist þá engan vegin fyrir þetta, alveg skiljanlegt að þið hafið ekki mikinn tíma fyrir leik sem þið spilið ekki lengur, en þá kannski kyngja smá stolti og láta vita af því og fá annan stjórnanda inn. Fólk verður þá líka að vera duglegt við að senda mikið af fersku efni inn bæði í myndum, korkum, greinar og kannanir. Og láta stjórnanda vita ef það hefur verið breytt slóð á lið.

Útlit og Innihald:

Þetta eru tveir þættir sem spila stóran hlut í “Áhugaverðu Áhugamáli”, fólk sem les huga vill finna hluti auðveldlega og vill fá nýjar fréttir en ekki gamlar, ég man að fyrir stuttu þá var ennþá hérna uppi upplýsingar um servera á seinasta skjálfta fyrir cod1.. og t.d eins og byssuhornið, gamlar slóðir sem eru ekki til lengur, fólk búið að senda inn 3-4 slóðir á heimasíðu á liðinu sínu, vegna breytinga á slóð, en samt er þetta ennþá þarna inni.. “Hvað er rétta slóðin?”.

/// Lausn:

- Breyta byssu horninu í eSports kubb sem sniðugir pennar gætu séð um, með viðtölum við spilara og fréttum frá junk52.com til dæmis.

- Hrista aðeins útlitið á síðunni, Til Dæmis:
> - Færa Myndirnar fyrir miðju á síðunni.
> - Færa eSports Kubbinn(Byssuhornið) efst á síðunna þar sem leikjaþjónarnir eru.
> - Færa korkana til vinstri fyrir neðan eSports Kubbinn

Það er hægt að fikta í því á margan hátt til að hafa þetta auðveldara fyrir fólk að finna og hafa þetta hreinlega bara snyrtilegt, að mínu mati finnst mér þetta bara allt í einni klessu eiginlega.

Hvað er góður korkur og hvað er lélegur korkur?

Góður korkur er t.d:
-> Upplýsingar sem þurfa að komast til skila.
-> Fréttir af einhverjum atburði.
-> Minnileg saga.

Lélegur korkur er t.d:
-> Korkur sem inniheldur Blótsyrði.
-> Þegar það er reynt að rakka niður einstakling.
-> Eitthvað sem tengist áhugamálinu ekki.

Það eru til óteljandi lélgir korkar sem og góðir korkar, fólk verður bara að skilja þursaskapinn og reiðina þegar það ýtir á hnappinn sem heitir nýr þráður.

Mér finnst mikilvægt að íslenska CoD sammfélagið hafi stað til að hittast á og ræða um undanfarna atburði, koma hlutum til skila, upplýsingar og bara til að fylgjast með. Og ég gæti ekki ímyndað mér betri stað en huga.

Ég vona að stjórnendur sem og lesendur munu taka sig á með því að vera dugleg í að halda þessu áhugaverðu.

Þessi grein er samt bara mín skoðun á málinu, og endilega komiði með hugmyndir og endilega leiðréttiði mig ef þið eruð ósammála mér hér að neðan.
seven william