Thompson Thompson

Thompson vélbyssan, einnig þekkt sem “Tommy Gun”, er Amerísk vélbyssa (SMG/Submachine gun) sem varð illræmd á tíma þegar áfengi var bannað í Bandaríkjunum (Oft kallað “The Prohibition” tímabilið). Hún er algeng sjón í glæpamanna myndum á þeim tíma, notuð bæði af glæpamönnum og lögreglu. Thompson var einnig þekkt sem “Chicago ritvélin” og “Chicago Píanóið”, og var í uppáhaldi vegna hversu hún er fyrirferðalítil og mikils magns af sjálfvirku skotum. Thompson var líka valin 5. besta vopn í heimi í “Ultimate” sjónvarpsþætti á Discovery Channel.

Notkun
Í Bandaríkjun var hún notuð af yfirvöldum og mest af FBI, þangað til árið 1976 þegar hún var talin úrelt. Allar Thompson í Bandaríkjunum voru þá eyðilagðar fyrir utan nokkur safn eintök og æfingar módel.
Thompson voru einnig notuð víða af Bandaríska hernum í Seinni Heimstyrjöldinni, en með smábreytingu til að einfalda framleiðslu og minnka kostnað. Thompson var bæði borið af óbreyttun hermönnum og yfirmönnum.
Útaf allri glæpamannanotkun og notkun í seinni heimstyrjöldinni, Thompson er afar eftirsóttur söfnunarripur. U.þ.b. 1.700.000 eintök voru framleidd og 1.378.134 eintök af þeim voru einfölduð WW2 útgáfur.

M1A1 Thompson
M1A1 Thompson get verið framleidddur á helmingi styttri tíma en M1928A1 útgáfan (sem var gefin út rétt fyrir Pearl Harbor, sem endurbætt útgáfa af upprunalega byssunni) og fyrir miklu minni pening.
Árið 1939, Thompson byssurnar kostuðu stjórnina ca. 14.000 kr. á stk. Um vorið 1942 var kostnaður kominn niður í 5000 kr. á stk. En í febrúar 1944 kom M1A1 útgáfan af Thompson og náði þá lægsta verði á stykki eða 2925 kr. og þá var innifalið aukahlutir og varahlutir. En við enda 1944 var M1A1 útgáfunni skipt út fyrir ennþá ódýrari byssu sem flestir cod2 spilara þekkja, M3 “Grease Gun”.

- Caliber: .45 ACP
- Þyngd: 4,8 kg
- Lengd: 811 mm
- skothraði: 700 skot/min
- Magn í hylki: 20 eða 30 skot