Jæja svona fyrst að mér finnist vanta fleiri greinar hef ég tekið mig til og skrifað sögu gamla stórveldisins Skanderbegs sem innihélt marga af frægustu CoD spilurum landsins. Ég mun skrifa þetta að mestu eftir minni en því miður þá man ég ekki næstum því allt. Ákvað ég btw að skipta sögunni í nokkra parta.

Early Days:

Það voru þeir Matti(Baldrick) og Krissi(Bitchunter) sem ákváðu að stofna CoD klanið Skanderbeg og fann meðal annars Krissi upp nafnið. Þar sem þessir tveir drengir áttu ekki leikinn þurftu þeir einhverja til þess að representa sig í leiknum og einnig til að recruita nokkra og ákváðu þeir því að tala við frænda Matta sem var Sölvi( PurrKuR) og vildi svo skemmtilega til að hann átti vin sem heitir Emmi ( Freakshow) og byrjuðu þeir að spila af krafti, reyndar var frekar erfitt að finna einhverja til að recruita þar sem það voru oftast einungis þeir tveir og svo einhverjir 2-3 aðrir á serverum í þá daga, þ. á. m. Corvus nokkur.

Eftir svona u.þ.b. mánuð af spilun ákvað ég(Freakshow) að hætta í Skanderbeg sökum þess að Krissi og Matti væru ekki ennþá búnir að fá sér leikinn og hélt ég að þetta clan væri = dead. Ég Joinaði klanið MI( Mafía Íslands) þar sem ég þekkti tvo þar og fannst það frekar sniðugt nick ( þúst Emmi = MI ). Í því clani voru bræðurnir Flóki( Dead Lunatic ) og Björn ( Bear ) og einnig Dabbi ( Spirit), eftir svolítinn tíma í þessu clani stakk ég uppá því við Flóka hvort við ættum ekki að sameinast við Skanderbeg og tók hann vel í það.

Þannig varð það að Spirit joinaði Skanderbeg og átti það eftir að hafa miklar afleiðingar í sögu Skanderbegs. Þrátt fyrir þennann liðstyrk þurftum við fleiri meðlimi til þess að geta skrimmað og fengum við á trial nokkra félaga okkar þá Odd (Weebl) , Hartmann ( Mr. Garfunkel ) og Grettir ( Festina ) og vonuðumst við til þess að þeir yrðu góður liðstyrkur.

Nokkrum dögum sienna fengum við þær vondu fréttir að Flóki hugðist hætta og fara yfir í Blitz þar sem hann ætti fleiri vini þar. Eftir að Flóki yfirgaf okkur ákváðum við að hleypa dreng í prufu sem okkur fannst efnilegur og bar nickið M4ttuz, komst þessi ungi og hæfileikaríki spilari fljótt í okkar raðir.

Þrátt fyrir að vera kominn með ágætann hóp ákváðum við að fá einn í viðbót og það var félagi okkar PurrKs og Weebls, það var spilari sem flestir ættu að þekkja en það var hann Steinar( Stones ) en hann vildi ekki joina okkur nema ef við sýndum að við gætum eitthvað, þar sem hann var að spá í að fara í Blitz þar sem hann þekkti einnig nokkra menn þar.


Við vildum auðvitað taka okkar fyrsta skrimm sem fyrst og þess vegan ákváðum við að tala við Blitz og fá að skrimma gegn þeim og samþykktu þeir þar. Þar sem við náðum bara að skrá 4 í skrimmið en þetta var 5 vs 5 þá ákveðum við að spurja Steinar hvort hann vildi vera lánsmaður með okkur og svaraði hann játandi.

Line-up hjá Skander: Freakshow – Spirit – M4ttuz – Bear – Stones
Line-up hjá Blitz: Dr3dinn – Sneik – SiggmaN – Konig – Lunatic


Þar sem okkar gamli leader Lunatic var að spila með Blitz og Stones ætlaði bara að joina ef við gætum eitthvað þá var það mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna hvað við gætum. Einnig var þetta sérstakur leikur fyrir Bear þar sem hann var að keppa á móti eldri bróður sínum honum Lunatic. Einnig þar sem þetta var fyrsta skrimmið okkar var þetta frekar sérstakt þetta var 5vs5, og það var bara spilað eitt map og aðeins 14 rounds ( 7 sem allies og 7 sem axis ) Skrimmið gekk ágætlega og unnum við fyrri hálfleik 5-2 og þeir seinni 3-4 semsagt 8-6 okkur í vil.

Þar með var fyrsta skrimm og í rauninni fyrsti sigur Skanderbeg orðinn að veruleika. Eftir þetta sagði Steinar að hann ætlaði að joina okkur.