Þar sem ég hef ekki rassgat að gera þar sem ég er núna datt mér í hug að skrifa grein hérna á þessu ömurlega lyklaborði, svona til að lifta þessu upp.

Ég hef oft pælt í því hvort clön séu ekki orðin leið á þessu að scrimma ekki fyrir neinu. Endalaus pcw og þannig.
Eina svona sem við Ísland höfum er Skjálfti og er það erfitt þar sem það er LAN og allir geta ekki mætt vegna kostnaðar, eiga heima annað staðar á landinu eða bara hvað sem er.
Ekki hafa neinar áhyggjur, ég er ekki að tilkynna e-ð Cup hérna, heldur er ég að spá hvort clön vilja ekki kynna sér eins og ClanBase meira og fara spila í SummerCup eða opencup.

Þeir sem ekki hafa mikið vit á þessu og já nenni ekki að kynna sér þetta, þá skal ég reyna útskýra þetta.

ClanBase
Clanbase hafa margar keppnir á ári. OpenCup, EuroCup, NationCup, SummerCup og svo Ladder sem er samt ekki keppni.

OpenCup
OpenCup er á haustin og á vorin og virkar það svona pínu eins og nafnið, að þið skráið ykkur, eru svo settir í Deild, þá 1. 2. 3. og 4. deild eftir styrkleika. Segjum sem svo að Shock ákveður að fara í OpenCup á næsta Season-i og þá verða þeir mjög væntanlega settir í 4. deild vegna þess eins að ClanBase veit ekkert um Shock.
Shock verður þá sett í riðil frá A - G sirka með 4 örðum clönum. Ef þeir lenda í 1 . eða 2. sæti komast þeir áfram í útsláttarkeppni þanngað til sigurvegarar eru fundnir í hverri deild fyrir sig.
Hvernig sé spilað er þannig að clönin fær viku til að spila hvern leik. Sem sagt frá Mánudegi - Sunnudags. Ef clönin geta ekki fundið dag í sameiningu eru þeir neyddir til að spila á Sunnudegi og ef hvorugt lið mætir þarf annað hvort að láta aðra dagsetningu á liðið eða þeir séu reknir úr keppnini. En Vika er alveg nóg til að spila hvern leik.
Clön fá ekki að ákveða kortin heldur eru þau misjanft miðað við umferð.

Þið þurfið að kunna á Ircið á Quaknet því að clönin hittast á bull rásum eins og þessari
–> #cb8sd3fd3
Aðrar spurningar bara kom með þeir hérna fyrir neðan

SummerCup
SummerCup virkar bara alveg eins og OpenCup með allar reglur og allt þannig, nema auðvita eins og nafnið segir þá er það bara á Sumrin.

EuroCup
EuroCup er keppni fyrir sirka 30-40 bestu lið Evrópu.
Það er aðeins meira “show” fyrir þessa leiki þar. Það er ShoutCastað útsendingum af leikjunum, það er sett helstu leikina á CoDTV og svo auðvita mikið og stórt Report eftir hverja helstu leikina.
Annars virkar EuroCup eins og öll hin með reglur og annað.

NationCup
Þetta er keppni sem virkar já eins og hinar að mestu leiti :) nema þetta er landsliðskeppni.
Ísland hefur tekið þátt í þessu 2 núna og með get ég sagt alveg stórglæsilegum árangri =)


En þetta er að sjálfsögðu ekki einu keppnirnar sem eru til.
Það eru fullt af svona 1DayCup eins og þær kallast. Þá eru það yfirleitt stóru clönin sem halda þessi 1DayCup
Þau virkar bara eins og þær heita, þá er þetta spilað allt á einum degi.

Síðan eru keppnir eins og mörg íslensk clön voru í en hættu felst og hét MultiplayerGeek. Svo er CCoD keppni. En þetta eru allt litlar keppnir.


En ég mana fólk að fara reyna tilkynna sér þessar keppnir því þetta er mjög góð reynsla og bara miklu skemmtilegra heldur en þessi endalausu pcw sem clönin eru alltaf í.

Svo minni ég á að eSports eru að fara byrja deild hérna á Íslandi. Frekari upplýsingar um hana koma vonandi fljótlega.

En allar spurningar um deildir og annað endilega bara skrifið hérna í Comment eða msg mig á ircinu á #cod.is
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.