Fyrsti leikur Íslendinga í Nations Cup Fyrsti leikur okkar Íslendinga í Clanbase Nations Cup hefur verið ákveðinn. Við þurfum að spila qualifier á móti Eistlandi. Leikurinn fer fram á föstudeginum 15. apríl kl. 17:30 að íslenskum tíma.
Þess má til gamans geta að Íslendingar og Eistar hafa mæst einu sinni áður, og var það í qualifier í Nations Cup í fyrra, þar sem við höfðum naumlega sigur úr bítum í framlengdum leik.
Við reiknum fastlega með því að Eistarnir, rétt eins og við, hafi bætt sig töluvert frá síðasta tímabili og vonumst þess vegna til þess að þetta verði spennandi og skemmtilegur leikur.
Liðið sem kemur til með að mæta Eistunum (haha) hefur verið valið og verður eftirfarandi:

Waldez
Oddur
L0zt
Spirit
F4nAtiC^


Ég vil einnig nota tækifærið til þess að benda fólki á að nánari upplýsingar um landsliðið og gengi þess í keppninni má nálgast á irc-rásinni okkar: #team-iceland.cod á ircnet og quakenet.

Ísland, kannski ekki alveg bestir í heimi ennþá, en allavega betri en Eistland!!!!!
- Waldez