Nú fer Nations Cup að skella á og skráning er þegar hafin. Í ljósi þess fer að þurfa að taka á þessu og skella sér í undirbúning. Þá þarf að velja í liðið á ný og finnst mér þurfa að velja nýjan fyrirliða, vegna þess að Andri ‘ezzen’ hefur ekki verið nægilega active til þess að halda sinni stöðu, þrátt fyrir að hafa staðið sig með prýði á síðasta tímabili.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem fyrirliða og vil gjarnan heyra hvað fólkið í cod-samfélaginu hefur að segja um það. Ég mundi vilja gera þetta örlítið öðruvísi en gert var á síðasta tímabili. Ég mundi vilja hafa minni hóp (ca. 10 manns) og leggja meira upp úr því að láta sama liðið spila saman, til þess að koma upp góðu teamplay-i. Einnig hefði ég áhuga á að æfa meira fyrir leikina okkar, stratta betur og vera undirbúnir fyrir leikina okkar, sem vantaði herfilega í fyrra.

Endilega látið heyra hvað ykkur finnst og ef þið eruð óánægð með mig, látið mig vita af hverju og hver væri betri í starfið.
Með fyrirfram þökk og von um góðar viðtökur,

Adios // Waldez
- Waldez