Þá er Skjálfta lokið og gefst því tími fyrir aðra hluti :)

Breytingar eru eftirfarandi:

TDM er nú 32 manna.

S&D og TDM fá nýtt mapcycle sem er mp_carentan mp_dawnville, mp_tigertown, mp_neuville, mp_tigertown map, mp_stalingrad, mp_brecourt, mp_railyard, mp_powcamp, mp_harbor, mp_depot, mp_pavlov, mp_hurtgen, mp_bocage.

Við bætist nýr leikjaþjónn sem ætlaður er undir keppnis- og æfingaleiki. Tek það fram enn og aftur að 1on1 ekki eru löglegir æfingaleikir.

Vote hefur verið tekið af S&D.pub og mun ekki verða password á honum.

Teamdamage hefur verið sett á ‘reflect’ á S&D.pub.

Nöfnum leikjaþjónanna hefur verið breytt. Ættu að breytast seinna í kvöld eða þegar fjöldi spilara nær lágmarki.

Gamlir rconar hafi samband þar sem rconi var breytt. Aðrir spilarar mega einnig reyna að hafa samband á irc þar sem þeir tilgreina ástæðu fyrir því að þeir ættu að vera valdir sem og aldur viðkomandi.

S&D.pub verður endurræstur með nýjum stillingum seinna í kvöld eða þegar fjöldi spilara á honum nær lágmarki.

Nýji leikjaþjónninn mun svara á skjalfti39.simnet.is:28980.

Vona ég að sem flestir séu sáttir við þessar breytingar en óska jafnframt eftir uppbyggjandi og rökstuddum ábendingum frá ykkur.

izelord
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.