Jæja eins og fólk hefur eflaust tekið eftir hafa sprottið upp nýjir serverar núna á undanförnu, misjafnt samt hversu lengi þeir endast. En allavega, þá eigum við félgaranir í Skanderbeg einn serverinn. Svona að ganni þá finnst okkur gaman að leika okkur með Mod sem við finnum á netinu.
Við byrjuðum fyrst með Shellshock mod sem virkaði þannig að ef þú varst skotinn, barinn, grensaður og bara allt þá kom svona shellshock í þig. Fyrir þá sem vita ekki hvað Shellshock er þá er það svona eins og þú sért geðveikt ringlaður eða dópaður, þeir sem spiluðu Single Player leikinn geta kannski hafa lent í þessu. Þegar þú varst skotinn af skriðdreka þá fékk maður svona.

En núna þá erum við með Quad-Team Deathmatch Mod á. (Svona btw vill þakka [Skanderbeg]Spirit fyrir að hafa sett það upp) Það er mjög einfalt. Í hverju korti eru 4 lið. German, American, Russian og British. Bara þessu venjulegu, en þau spila öll í einu í sama kortinu. Þetta er svona 4 lið öll á móti hvoru öðru.
Fólk hefur átt í vandræðum að komast á serverinn, það er að því að það þarf að Downloada þessu Mod sem við erum að spila á. Það er ekki stórt, 1.33 Mb minnir mig. En ástæðan að fólk er ekki að komast inná er að það hefur ekki stilt á Allow Download. Til þess að setja Allow Download á þarf að fara í Call of Duty MultiPlayer. Fara í MultiPlayer options og setja Allow Download á yes. Eftir að hafa sett þetta á yes ættiru að komast inná. Því miður geta aðeins 10-12 spilað á servernum á einu þar sem ég hef ekki nóg og öfluga tengingu til að fá fleiri inná.

En ég hef fengið spurningar af hverju mod á serverum. Það er bara gert til að fá eitthvað nýtt í CoD. Gaman að prófa eitthvað nýtt. Ef þér líkar það ekki, þá er enginn að neiða þig til að koma inná :)
En fyrir þá sem spila á TGz servernum. Þá ef þeir komast ekki inná hann eftir þetta, þá er það bara að setja Allow Download á No aftur. Þá ættiru að komast aftur þanngað inn.

En endilega kíkjið á serverinn.

[Skanderbeg]F4nAtiC^
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.