Sælir, ég hef tekið eftir því að Cod er búinn að vera frekar daufur undanfarið. Sjaldan sem Simnet serverinn fyllist nema með hjálp frá 5-10 útlendingum.
Og ég fór að spá hvort að Cod keppni myndi ekki lífga svoldið uppá þetta, fleiri clön yrðu stofnuð og myndu taka þátt ef hún yrði.
Hérna kemur svo mín hugmynd að Cod keppni, þetta er mjög svipað og er notað í Clanbase nema stigagjöf og fjöldi leikja er öðruvísi.

Einhver yrði stjórnandi keppninnar og myndi þá sjá um að færa inn úrslit og svoleiðis.
Allir myndu keppa 2x við hverja, bara svipað og enska deildin. 3 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og 0 fyrir tap.
2 borð og maxrounds 10, semsagt hvort lið spilar allies og axis í hvoru borði, 40 round allt í allt í hverjum leik.
Sniper limit 1. Bara einn sniper leyfður hjá hvoru liði í hverjum leik, (þessi regla er mjög mikið notuð í Clanbase)
FG42 og Panzerfaust yrðu ekki leyfð (einnig mjög mikið notað í Clanbase)
Allir þurfa að recorda hjá sér scrimin, ef einhver ágreinings mál koma uppá og annað liðið samþyki ekki að leikurinn hafi farið eins og hinir segja. Einnig þurfa allir að taka screenshot af stöðunni eftir hvert borð.
Svo smá hugmynd um að hafa 3-4 borð. Þannig að hvort lið myndi velja 1 af þessum 3-4 borðum, ekki hafa öll borðin því sum þeirra eru alveg óhæf til að keppa í. Mín hugmynd um borð til að spila eru Carentan, Brecourt og Dawnville. Þetta er þau borð sem ég hef spilað mest í, hef þó spilað hin líka en þetta eru bara lang skemmtilegustu borðin. Neuville gæti verið fínt líka en þessi 3 eru lang skemmtilegust að mínu mati.

Hvernig líst ykkur á að hafa svona keppni fljótlega? endilega komið með aðrar hugmyndir að keppni líka.

Turtles ^ Oddu