Jæja ég ætla að koma með hugmynd fyrir skjálfta fyrir cod

Hugsanlega eru adminar/stjórnendur komnir með hugmyndir um uppsetningu fyrir skjálfta, bæði hvað varðar reglur og möp og riðla og álíka, en ég ætla að skjóta mínum hugmyndum hér inn.


Leikirnir sjálfir:
Mér datt í hug þegar ég var að læra undir samræmdu prófin hér um daginn, að ef ekki verða fleiri en hugsanlega 3-4 lið (6vs6 - 5vs5)
þá væri hugsanlega mjög sniðugt að taka fleiri en 1 game (þá uppí 24 round svipað og er í cs og fleiri leikjum) í Search & Destroy hugsanlega 2 möp og samanlagt round úr því ef ekki þá (1-1 eða álíka eða 36-12), og taka svo einn game í teamdeath match sem myndi náttúrulega vera svaka stuð.

Deathmatchið:
Ég las einhver tíman um daginn að stjórnendur/adminar hefðu mikið hugsað um að hafa þannig keppni, sem er náttúrulega svaka sniðugt til að finna okkar sterkustu cod einstaklinga held ég að izelord eigi eftir að koma sterkur inn. Og einnig til að bæta allan móral innan klananna sem gæti hugsanlegast hafa myndast milli seinustu leikja.

Besti maður mótsins - Besti félaginn:
Hérna tel ég að leiðtogarnir úr öllum cod liðunum ættu að velja 1-5 besta/bestu leikmennina á mótinu og velja þá besta félagann þann sem spilar mest með heildinni (teamplay).
Einnig getur verið mjög sniðugt að velja svona ef við ætlum okkur að finna okkar sterkast lið fyrir landslið í leiknum fyrir framtíðina, sem við bíðum spenntir eftir.

Einnig væri gaman að vita hafa möp eru plönuð að spilað verði á skjálfta og lineup hjá þeim liðum sem ætla.



Síðan vill ég bara óska öllum cod spilurum sem fara á skjálfta til hamingju að fá að spila cod á skjálfta og bara skemmtum okkur kongunglega vel á næsta skjálfta og höldum lífi í þessu áhugamáli!

[BlitZ]Dr3dinn