Kæru unnendur Call of Duty fjöldaspilunar.

Nú líður senn að leikjamóti Skjálfta 2|04, en það verður haldið 4. til 6. júní.
Ákveðið hefur verið að á þessum skjálfta verði tekinn inn Call of Duty til fjöldaspilunar.
Mun ég, izelord, og Haddi hafa umsjón með þeirri deild, og því skulu allar spurningar varðandi hana beinast til okkar.

Ætlunin er að ná minnst 4 liðum í 6vs6 S&D keppni. CAL(<a href="http://www.caleague.com“>www.caleague</a>) hefur notast við það leikjasnið í sínum keppnum, og munum við fylgja þeirra reglum.
Ástæðan er aldur leiksins, en gallar í honum hafa fundist undanfarið. Þeirra reglur eru þær nýjustu, og því þær öruggustu upp á sanngirni í spilun.
Einnig vonumst við til þess að spilendur muni taka þátt í brjáluðum deathmatch leik á lokadegi skjálfta.
Nokkrir CoD leikjaþjónar verða keyrðir út allt mótið, bæði keppnis þjónar og þjónar fyrir almenna spilun. Prufað verður mismunandi snið á leikjum á almennu þjónunum og reynt að koma á móts við óskir keppenda varðandi stillingar á þjónum.
Verðlaun munu taka mið af fjölda skráðra keppenda.

Skráning verður opin 9. - 16. maí, og verð ég að mæla með því að þið lesið allar þær reglur sem á <a href=”http://www.skjalfti.is/skraning“>skráningarsíðu skjálfta</a> eru.
Nánari upplýsingar um Skjálfta 2|04 eru á <a href=”http://www.hugi.is/skjalfti/bigboxes.php?box_type=tilkynningar&page=viewannouncement&t_id=1895">skjálftakubbnum</a>.

Þessi grein er ætluð sem könnun á þeim áhuga sem okkar litla, en ört vaxandi, cod-samfélag kann að hafa.
Og því spyrjum við, hverjir eru til í að taka þátt í þessari keppni sem svo sannarlega mun skera út um hvaða íslenska lið er best? :)

Umsjónarmenn Call of Duty deildar Skjálfta.
izelord og Haddi
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.