Smá bakgrunnur um mappið í CoD.

26 September 1942 till 25 November 1942.


Í September, var 6. þýski herinn að sækja langt inn í Stalingrad. Þeir héldu mikilvægri hæð (Maramev hæð), Kornlyftunni og sóttu hart framm til að ná þremur stórum verksmiðjum (Traktorworks verksmiðjan,Rauða Október verksmiðjan og Berrikady verksmiðjan) í norðurhluta borgarinnar.
Rauði herinn hélt smá svæði á vesturbakka Volgu.
Það var á þessum afgerandi tíma fyrir vörn Stalingrad að frægur bardagi átti sér stað.

Bardagin var um Hús Pavlovs.

Bardaginn varð tákn vilja rússnesku þjóðarinnar til að standast yfirþyrmandi árásir þýska hersins í Stalingrad.
Bakgrunnur harðra varna rússa var tilskipun Stalíns um tafarlausar aftökur þeirra hermanna sem ekki sóttu fram gegn þjóðverjum. Öryggissveitir rauða hersins tóku 13000 rússneska hermenn af lífi í bardaganum um Stalingrad.

Húsið tekið.

Þýski herinn sótti hart að Volgu og var hætta á algeru hruni á víglínu rússa.
C.o (commanding officer) 42 Guard vantaði góðan stað til að setja upp varnir, svo hægt væri að hægja á sókn þjóðverja, þar til auka menn og búnaður kæmi.
Fyrir valinu urðu tvö fjögurra hæða íbúðarhús,staðsett við 9. janúar torgið.
Byggingarnar voru einungis um 300 metra frá bökkum Volgu og hafði yfirsýn yfir öllum aðkomuleiðum að ánni.
Í fyrstu var önnur byggingin tekin af 4 mönnum, undir stjórn Yacov Pavlov liðþjálfa.

Hin byggingin var tekin af sveit Zabolotnys.

Eftir að hafa hreinsað húsið af þjóðverjum, bað Pavlov um liðsauka.
Þremur dögum síðar kom liðsaukinn. Lítill hópur manna með vélbyssur og nokkrir anti-tank fótgönguliðar.
Hús Pavlovs var á þessum tíma varið af 24 hermönnum og þess utan fannst hópur af óbreyttum borgurum í felum í kjallaranum.

þegar þarna var komið, voru þeir algerlega einangraðir og umkringdir af þjóðverjum.
Menn Pavlovs vissu að þeir yrðu að halda staðnum og þjóðverjar að sama skapi ná byggingunum.
Sveit Pavlovs byrjaði strax að breyta húsunum í vígvirki og settu jarðsprengjur við allar leiðir að húsunum. Gerðu jafnframt gryfju til að koma boðum, skotfærum og mat á milli.

Þjóðverjar í fyrstu einbeittu sér að byggingu Zabolotnys og í endaðan september var bara haugur eftir. Þökk sé stórskotahríð þjóðverja. Sem meðal annars notuðu 600mm sprengjuvörpur.
Næstum allir menn Zablotny drápust.
Þjóðverjar héldu áfram sókn sinni og telfdu fram skriðdrekum og fótgönguliðum.
Þegar þjóðverjar gerðu áhlaup þá tóku menn Pavlovs tók sér stöðu í kjallarnum og á þaki hússins. þar gátu þeir beint skothríð að fótgönguliðunum og mennirnir á þakinu gátu tekið út þýsku skriðdrekanna, sem ekki gátu lyft hlaupinu nógu hátt til að skjóta á þakið. Að auki voru skriðdrekarnir nánast gagnslausir í húsarústum og haugum, sem gátu verið allt að 8 metra háir.

Harðir bardagar stóðu í kringum húsið, þar sem þjóðverjum var haldið í skefjum með vélbyssuskothríð og leyniskyttum.
Ein besta leyniskytta Rauða hersins, Anatoliy Chekhov liðþjálfi skaut fleiri en 200 þjóðverja á meðan umsátrið stóð.

C.o vélbyssuhreiðranna, Ilya Voronov, hlaut 25 skotsár, samtímis því að halda þjóðverjum frá með vélbyssyskothríð og handsprengjum í návígi!
Þjóðverjum tókst að lokum að fella einn vegg á húsinu. Rússarnir grínuðust með að þar hefðu þjóðverjar reddað þeim góðri loftræstingu. Þessi afstaða (gegn ofurefli) varð fyrirmynd allrar baráttu rússa í Stalíngrad.
Eftir 59 daga bardaga, voru menn Pavlovs leystir af hólm og saga þeirra varð fræg.
Pavlov sjálfur særðist alvarlega. Hann snéri aftur til virkrar þjónustu og tók þátt í árásinni á og töku Berlínar.
Eftir stríðið varð hann prestur í Rétttrúnaðarkirjunni og lést árið 1981.
Skelin af Húsi Pavlovs stendur enn í miðborg Volgograd sem minnismerki um alla þá hermenn sem börðust í Stalingrad.

Samantekið og þýtt af vefnum .
after-hourz og fl.
“Nothing except a battle lost can be half so melancholy as a battle won.”