Nú er komið nýtt áhugamál hér á huga og margir velta fyrir sér hvað Call of Duty er. Ég hef ákveðið að skrifa niður nokkra punkta sem bæði segir þér hvaða leikur þetta er og ætti að sannfæra þig i að kaupa leikinn og koma inná server og spila.

Leikurinn er ósköp líkur Medal of honour nema miklu skemmtilegri að mínu mati. Þú getur spilað Bandaríkjamenn, Breta, Þjóðverja og Rússa en það er valfrjálst hvað þú ert á server og geturðu valið úr algengustu byssunum sem þeir notuðu á netinu.

Í single-player skiptirðu á milli landa og þú getur ekki stýrt þér nema þá að þú farir að gera öll missionin aftur.

Leikurinn er s.s. bardagavellir í seinni heimstyrjöldinni og getur maður nýtt sér allskonar tæki sem eru þarna s.s. fortified byssur, skriðdreka og alls konar. Í raun má segja að þessi leikur sé blanda af Battlefield 1942 og Medal of honour (ætli það verði ekki einhverjir fúlir útí mig núna)

Í raun verða bara allir að prófa þennan leik en margir hafa kvartað undan því að hann sé of stuttur en það finnst mér bara ekki vera rétt. Reyndar eru fá verkefni miðað við marga leiki en hvert verkefni er langt og svo er mikil vinna lagt í hvert einasta smáatriði, hlutir sem maður sér t.d. ekki í Battlefield sem er þó ekki mikið lengri. Þessi leikur hefur þann kost að hann er bæði skemmtilegur í netplay og í single-play. T.d. getur maður skellt sér í mission í singe-player ef netið hrynur og komist hjá því að gera eitthvað mjög slæmt. Margir eiga til að fá fráhvarseinkenni :)

Mangudai - Ingva