Ágætu leikmenn,

Nú er biðin á enda. Call of Duty áhugamálið hefur litið dagsins ljós og samhliða því Simnet CoD server (194.105.226.139:28960). Þjónninn keyrir á einni af nýju vélunum 1) hjá okkur og ætti því aldeilis að vera vandanum vaxinn.

Vonum við að þessu verði vel tekið og hvetjum CoD eigendur til að fjölmenna á server í tilefni af þessu - og þá sem ekki eiga hann til að kaupa! Einnig er ekki úr vegi að benda á IRC rás samfélagsins, #CoD.is (irc.simnet.is). Þar eru nú saman komnir um og yfir 20 á kvöldin, en það ætti að geta vaxið ört. CoD er jú eftir allt 2. til 3. stærsti FPS leikur heims skv spilunartölum The All-Seeing Eye.

Eins og fyrr segir er þjónninn á 194.105.226.139:28960 og keyrir hann TDM. CoD skrár er að finna á http://static.hugi.is/games/cod (að vísu bara einn patch eins og er).

Happy fraggin'!


1) Dual P4 Xeon 2.8 GHz, 1GB RAM, 2x36 GB SCSI-3 (RAID-0), Dual 1 Gbps netkort :)