Jæja, þá er komið að því!

Fyrsta EVE sagnakeppnin byrjar í dag. Ég talaði við Oveur hjá CCP og hann er til í að gefa verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.


Hvernig tek ég þátt?
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að semja sögu og senda hana inn sem grein á www.hugi.is/Eve.


Um hvað á sagan að vera?
Hún má vera um hvað sem er! Skilyrðin eru:

1. Hún verður að vera á ensku.
2. Hún á að vera vel skrifuð með vönduðu málfari.
3. Sagan má vera skáldsaga, saga um einhvern atburð eða bara hvað sem þér dettur í hug varðandi Eve.
4. Hún ætti helst ekki að vera styttri en 500 orð, því lengri því betri!


Hvað er í verðlaun?

Fyrsta sæti:

Þrír fríir mánuðir í Eve (Á hvaða account sem er)
EVE bolur að eigin vali
EVE bolli að eigin vali


Annað sæti:

Tveir fríir mánuðir í Eve
EVE bolur að eigin vali


Þriðja sæti:
Tveir fríir mánuðir í Eve


Síðasti skilafrestur er mánudagurinn 2. maí 2005

Gangi ykkur vel!