Núna er búið að breyta til í stjórnendaliði hugi.is/EvE og eru 2 nýjir adminarnar komnir inn, en það eru þeir chase og orkzilla.

Ég vil fyrst og fremst þakka öllum sem sóttu um stöðuna. Það sýnir mér fyrst og fremst hversu aktívt þetta áhugamál að yfir 30 manns sóttu um og enn eru umsóknir að berast!!!! Ég fór í gegnum umsóknirnar og var það einnig erfitt verk, þar sem það af þessum rúmlega 30 sem sóttu komu vel yfir 15 til greina! Ég valdi loks með hjálp Graphix þá sem mér fannst koma mest til greina og loks samþykkti JReykdal þá inn núna rétt í þessu!

Ég vona heitt og innilega að það komist meira líf í þetta áhugamál í kjölfarið á þessu! Ég hef ekki haft tíma til að sinna því að neinu viti og á næstu dögum fer ég af landi brott næstu mánuðina þannig að það var ekkert vit í því að hafa mann einan hérna mikið lengur!