Ég hef svona lauslega fylgst með Eve seinustu mánuðina hérna og á eve-online.com en það var eiginlega bara til að skoða skrínshot. Ég las greinina í mogganum um daginn og öðlaðist djúpari skilning á leiknum. Ég hef spilað MMORPG leik áður en samt eru fáeinir hlutir sem ég fatta ekki og vill vita hvort einhver veit það.

1. Ég veit að leikurinn spilast þannig að maður á sitt eigið geimskip en hvað gerir maður á því. Getur maður lent á plánetu eða bara skotið önnur skip?

2. Hvernig stofnar maður fyrirtæki? Er þetta eitthvað svipað clönum eða guildum (DaoC)? Hvað gerir fyrirtækið fyrir mann?

3. Í leiknum er þá hægt að tala við aðra keppendur?

4. Er keppni milli kynstofna, Amarr, Gallane og hinna? Skiptir það máli hver maður er?

Ps. Ég býst ekki við fullkomnum svörum, bara einhverjum sem skýra þetta aðeins betur.<br><br>Kv, ThorX

<a href="http://kasmir.hugi.is/ThorX“> Kasmír síðan</a> mín var uppfærð stórlega föstudaginn 10 maí 2002.
Á síðunni getur þú fundið: Lord of the Rings, Che Guevara, Flottar Konur og Survivor!!!

”Þrír geta þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dauðir" <i>B. Franklin </i