Jæja, í síðustu viku þá var mission running corpið mitt wardeccað af fyrirtæki sem kallar sig Angry Bird's. Allir characterar mínir í corpinu voru blokkaðir af CEOinum og greinilegt að hann hafði engan áhuga á viðræðum.

Í corpinu mínu eru 3 characterar, allir mission running alts( ég á 3 accounts) sem ég nota við og við til þess að halda iskinu mínu nokkurn veginn góðu fyrir pvp characterinn minn, þeir gera mission runns, R&D, plex, þess háttar rusl.

Allavega, það tók mig ekki nema 10 sekúndur að komast að því að einungis einn 3 mánaða character er í Angry Bird's og að mjög svo reglulega hefur corpið wardeccað önnur saklaus corp, og svo allt í einu hefur einn character joinað corpið, skotið niður skip, og svo hætt í corpinu aftur eftir kannski 20 mínútur. Og virtist ganga frekar vel. Samkvæmt Battleclinic þá hafði hann náð golem vikuna áður, og 2 marauders þar áður. Hann flaug Machariel í öllum skiptunum.

Ég er nú svo heppinn að einn af mission characterunum er Gallente, og er búinn að maxa 100% skill fyrir gallente. Þannig að augljóst var að hann færi í Dominix

[Dominix, neutslave]
1600mm Reinforced Rolled Tungsten Plates I
1600mm Reinforced Rolled Tungsten Plates I
1600mm Reinforced Rolled Tungsten Plates I
1600mm Reinforced Rolled Tungsten Plates I
Energized Adaptive Nano Membrane II
Energized Adaptive Nano Membrane II
Damage Control II

Medium Capacitor Booster I, Cap Booster 800
Medium Capacitor Booster I, Cap Booster 800
Warp Disruptor II
Quad LiF Fueled I Booster Rockets
Stasis Webifier II

500W Infectious Power System Malfunction
500W Infectious Power System Malfunction
500W Infectious Power System Malfunction
50W Infectious Power System Malfunction
50W Infectious Power System Malfunction
50W Infectious Power System Malfunction

Large Trimark Armor Pump I
Large Trimark Armor Pump I
Large Trimark Armor Pump I


Warrior II x5
Hobgoblin II x5
Hammerhead II x5
Bouncer II x5
Garde II x5
Hornet EC-300 x5

Fullt slave set og nokkur önnur til þess að hjálpa til gefur þessu 72585 armor hitpoints. Nokkuð gott.

resists: 74.4, 66.8, 66.8, 54, 241433 EHP

Ég var nokkuð sáttur við þetta setup, en fannst eitthvað vanta. Þannig að ég endaði á því að ná í PVP characterinn minn úr 0.0 með göldrum clonejumps, og lét hann hafa eitt stykki EOS

[Eos, bonusdealer]
Co-Processor II
Co-Processor II
Co-Processor II
Co-Processor II
Co-Processor II
Co-Processor II

Command Processor I
Command Processor I
Command Processor I
Command Processor I

Armored Warfare Link - Damage Control
Armored Warfare Link - Passive Defense
Information Warfare Link - Electronic Superiority
Skirmish Warfare Link - Rapid Deployment
Information Warfare Link - Sensor Integrity
Siege Warfare Link - Shield Harmonizing
Skirmish Warfare Link - Interdiction Maneuvers

Medium Capacitor Control Circuit I
Medium Capacitor Control Circuit I

Með armored warfare link í hausnum þá leið mér vel með þetta.

Dominixinn stökk upp í 83473 armor með 77.7, 71, 71, 59.9 og heildar effective HP upp á 311.653

Svo tók smá leit við eftir að ég var kominn með skipin mín. Ég gerði missions eins og brjálæðingur og leitaði að Recon 1/3. Ég fann það að lokum, og hreinsaði það út. Nokkrum tímum seinna byrjaði stríðið. Mission altinn fór út í domi, og kom sér fyrir inni í seinna herberginu. EOSinn fór að random tungli, og lét fara vel um sig þar. Hann joinaði aldrei mission corpið.

Um 30 mínútum seinna kemur inn þessi machariel, og gerir árás.

Fyrir þá sem vita það ekki þá er seinna herbergið í Recon FUUUUUULLLLLLT af asteroids sem eru í hring, um það bil 20km í radíus. Sem af einskærri tilviljun er svipað range og machariel finnst gaman að fljúga á og orbita. Ég hafði fyrir bardagann komið fyrir jetcans hér og þar með cap booster 800, og notfærði mér það sækja það þegar að ég þurfti. Einnig þá var ég með 3 characterinn í badger og ekki í corpinu cloaked inni í fyrra herberginu ef að ég þyrfti á að halda með boostera í holdinu.

Eftir nokkrar mínútur þá voru sentries byrjaðir að smjatta á honum og neuts voru búnir að hafa sín áhrif, þá byrjaði hann að fara hættulega langt niður í armor, steinarnir stoppuðu hann alltaf ef að hann ætlaði að orbita eitthvað og neuts sáu til þess að hann gat ekki kveikt á MWD eða Afterburner, hvort sem hann nú hafði, ég sá hann aldrei fara hraðar en um 160m/s í byrjun. Sigurinn var minn og ég var byrjaður að brosa.

Þá allt í einu birtist einn neut inni í missioninu í Blackbird, kvikindið læsti miði á mig, og jammaði mig. Concord sá um blackbirdinn, en það var nóg til þess að macharielinn komst í burtu með eldslóð á eftir sér, structure kominn niður í um 20%. Ég átti enn um 20% armor eftir. Ég var svekktur yfir því að hafa ekki náð killinu en sáttur yfir því að hafa farið svona illa með machariel.

Stríðinu var droppað næsta dag, einungis 29 tímum eftir að það hófst.
Ég hef talað.