Ekkert að gerast á þessum forums, tími til að setja eitthvað inn sem að skiptir litlu máli en kannski sumum finnst gaman að lesa.

Fyrir 2 vikum hófum við í Relentless Storm Cartel(STRMY) 47 manns, stríð gegn Major Engagement(M-ENG)59 manns. Ástæðan fyrir stríðinu var sú að þeir þóttust vera PVP corp og við, nýskriðnir aftur úr 0.0( vorum í FDN þegar að það hrundi) vantaði eitthvað að gera, og við erum að byrja okkar fyrstu skref sem Mercs. Til að byrja með þá var mikið smack af þeirra hálfu, sögðu að við ættum bara að fara aftur að gera missions og láta þá í friði, við mundum verða kramdir.

2 vikum seinna, þá erum við með 16 kill og 1 loss, ekki mikið, við vitum það mjög vel, en þeir hafa mjög gaman af því að logga út þegar að við komum í kerfið, eða þá að docka í stöðum og sitja þar í marga tíma. Við erum búnir að vera í 2 öðrum stríðum( sem mercenaries) á sama tíma, og ekki einu sinni höfum við séð þá koma saman og vinna á móti okkur.

Oftar en einu sinni höfum við skotið niður skip sem voru ekki einu sinni með skotfæri í byssunum/launcherunum. Þeirra eini almennilegi FC hefur falið sig í lowsec/wormholes og hefur þaðan smackað okkur. Bara núna síðast hefur hann komið á móti okkur með engum árangri.

1 þeirra borgaði 2 neutrals 50 milljón hvorum til að remote reppa geddoninn sinn á meðan 9 aðrir voru online í corpinu hans. 1 hac og 2 hics höfðu ekki nóg DPS til að taka hann niður út af heavy remote rep, og við ákváðum að fara ekki eftir þessum BS sem voru að remote reppa, en hann var duglegur að monta sig í local út af wrecking skotum sem að hann náði á mig(Ishtar) upp á 480.

30 mínútum seinna þá var ég enn að orbita hann, 2 torp ravenar voru á leiðinni frá okkur( þetta var snemma morguns, ekki margir online) og ekki enn sást neitt til meðlima corpsins hans til að hjálpa honum. Þetta var á stöð, og hann deaggressed og loggaði um leið og hann sá 1 frá okkur warpa inn í Raven. Hann hætti í corpinu 25 tímum seinna.

CEO þeirra elti einn okkar inn í 0.9 kerfi, þótt að hann sé með sec status upp á -3.7, og loggaði sig svo þar út. Við fundum wreckið 1.000.001 km frá gate, fallegt megathron wreck. Daginn eftir var hann að hoppa eitthvað í pod, ekki vitum við af hverju, og hitti fyrir 1 HAC frá okkur, og var poddaður undir eins.

1 killið sem þeir hafa náð er á ceptor sem að bumpaðist af stöð og warrior dronar náðu honum, þetta var gallente stöð með fullt af dóti sem hékk niður úr undockinu, ceptorinn hélt að hann kæmist á milli turnanna sem að héngu niður, en komst að því að það gekk ekki. Leðinlegt að fá þetta á sig, en skiptir engu máli, hann var kominn í annann ceptor eftir 10 mín og man eftir þessu núna.

Við höfum roamað mikið um og reynt að ná þeim, stundum tekst það, oftast ekki, þeir fela sig mikið, en við höfum skemmt okkur vel. Við höfum meira að segja talað okkar á milli um að bjóða þeim kennslu í PVP, gegn góðu gjaldi auðvitað, og wardecka þá svo aftur eftir það, kannski þeir vilja berjast þá almennilega.


kilboard, tékkið sérstaklega á þessum Brutix sem við skutum niður.
http://www.stormcartel.com/kb/?a=corp_detail&crp_id=8794

Recruitment pósturinn okkar http://www.eveonline.com/ingameboard.asp?a=topic&threadID=1080024

Ef að þið þurfið mercs hafið samband við Storm Goddess eða Xi Tzu, eða bara næsta STRMY meðlim sem þið sjáið, þeir munu benda ykkur á náunga til að tala við.
Ég hef talað.