Jæja, við nokkrir i corpinu mínu settum upp lítið pos í wormhole, og ætluðum að láta reyna á það hvort það borgi sig að gera þetta.

3 tímum eftir að patchinn kom upp vorum við búnir að scanna niður wormhole( við lifum í 0.0) og vorum þegar komnir með lítið pos, ásamt corporate hangar, refinery, drone assmebly og ammo assambly, ásamt ship hangar.

Við vorum 3 sem að vorum eftir eftir að wormholið lokaðist, og vonuðumst að finna leið burt til að selja það sem við græðum. Eftir 2 daga fundum við exit sem kom út 3 jumpum frá Amarr, sæmilega stórum trade hub, og við nýttum okkur það. Á þessum 2 dögum höfðum við náð í dót sem að við seldum á yfir 300 milljónir, og 2 aðrir nýttu sér tækifærið og komu til okkar, með skip, vopn og blueprints fyrir dróna og skotfæri.

Í dag fundum við aðra leið, og kom hún rétt hjá aðalkerfinu okkar í 0.0, og komu þá 2 aðrir í gegn. Við erum byrjaðir að hafa reglubundnar ferðir til að taka niður rotturnar, og erum að græða vel. Einnig höfum við minað aðeins til að geta búið til skotfæri og dróna, og eru beltin hér mjög góð, þó að þau séu lítil.

Mjög lítil umferð af öðrum skipum hefur verið hjá okkur, þó að við höfum þurft að hafa litlar áhyggjur af þeim, við höfum séð fleiri en einn og fleiri en tvo koma í gegn, og eftir smá stund þá eru þeir komnir í pod eftir sleepers.

Eins og málin standa núna þá stefnum við á stórgróða, og þrátt fyrir það sem margir aðrir hafa sagt, þá borgar þetta sig að reka pos í W-space. Ég er þegar búinn að græða nóg til að covera allt sem ég kom með í gegn sjálfur og meira til :)
Ég hef talað.