Ég setti nýlega allar upplýsingar um mína skills training í EVE á síðuna www.avatarsunited.com og hér er linkur þangað http://www.avatarsunited.com/en/avatars/eve/worldwide/tranquility/howatch-johalla ef einhver hefur áhuga á að skoða þetta betur. Mæli hiklaust með henni til viðbótar góðu framtaki hér á Hugi.is

EVE er stóra áhugamálið mitt og ég hef verið að spila það í rúmlega tvö ár og sýnist allar líkur á að ég haldi því áfram næstu tvö árin að minnsta kosti því þó ég viti ýmislegt um missions, mining, production, marketing og fleira þá er ég rétt að byrja að skoða exploration, Cosmos missions, ratting in 0.0, pvp fighting og fleira þannig að af nógu er að taka.

Ég hreinlega elska svona leik sem innifelur allt það sem mig hefur langað að gera í tölvuleik og svo er grafíkin brjálæðislega flott.