Ég er búinn að lenda í því síðan frá því fyrir Trinity að ég missi tenginguna við EVE og fæ errorinn: Server disconnected.

Engu máli skipti hvað ég var að gera eða hvenær þetta gerðist, þetta var randomly.

Ég sendi petition og eftir nokkra pósta fram og til baka, með errorlogs og 3 færslur frá Pingplotter þá segja þeir að þetta sé ekki vandamál hjá þeim og að ég eigi að hafa samband við internetþjónustuna mína(í þessu tilviki Síminn).

Ég græddi ekkert á því og vandamálið hélt áfram, en eftir jól þá tók ég eftir því að á kvöldin þá hélt tengingin miklu betur, og var fullkomin eftir miðnætti, en að reyna að spila á daginn var algjörlega ómögulegt. Og er reyndar enn.

Er einhver annar sem að kannast við svona dæmi?
Ég hef talað.