Þekkir einhver hérna einhvern Dev í EVE? Málið er að ég lendi í því að treida karakterum, allt í samræmi við lög og reglur CCP. Gaurinn lofar gulli og grænum skógum, fullt af assets og stöffi með sínum karakter. Þegar skiptin eru búin að eiga sér stað þá kemur í ljós að megnið vantar. Nú er ég búinn að vera í samskiptum við dev og virtist á tímabili sem að lausn væri í sjónmáli. Skyndilega er bara sagt að við eigum að díla þetta okkar á milli (how the hell?), dev gaurinn hverfur bara og svarar engu og hinn gaurinn sem ég skipti við er bara farinn. Sit eftir með súrt ennið, óbragð í munninum og nokkrum billjörðum fátækari í assets og isk :/

Gaurinn hefur öll spil á sinni hendi, hann þarf ekkert að láta mig hafa neitt frekar en hann vill þrátt fyrir að svona skipti eigi að vera coveruð af EULA.

Nú vantar mig bara einhvern til að líta á málið og koma því í farveg þar sem að liðinn er meira en mánuður síðan þetta gerðist.

Ef einhver getur aðstoðað á einhvern hátt endilega hafið samband. Til að hafa það á hreinu þá er ég ekki að biðja um neitt sem ekki samræmist reglum ccp, bara að fá lausn á máli sem búið er að taka fáránlegan tíma, hefur fengið fáránlega meðferð og er alveg borðleggjandi.

Kveðja


Bætt við 2. mars 2007 - 09:09
PS: Helvíti harkalegt þegar maður þarf að petitiona GM en ég geri það sem þarf til að fá úrlausn minna mála :/

Let the shitstorm begin.
Canon EOS 500D/Rebel T1i - EF 17-40mm f/4L USM - EF 28mm f/1.8 USM - EF 28-80mm f/3.5-5.6 V USM