Þetta á kannski ekki heima sem grein, þá í guðanna bænum færið þetta í korkana.

Ég ætla að deila með ykkur sögu sem gerist ekki í EVE heldur í lífi stráks sem spilar hann. EVE er ekki óviðkomandi í þessari sögu heldur leikur EVE aðalhlutverkið á móti vini mínum. Þessi drengur sem ég tala um var frábær í fótbolta og mjög góður á gítar. Ég æfði með honum fótbolta og var með honum í hljómsveit. Hann byrjaði að spila EVE og nú 3 mánuðum seinna er hann orðinn feitur og búinn að selja gítarinn sinn. Hann er hættur í skóla (samt aðeins í 9. bekk) og er allan daginn í tölvunni, nánar tiltekið EVE.

Kannast fleiri við þetta vandamál, eða er hann freak?

Endilega segið mér ykkar sögu ef þið lumið á einni