Ætla að segja nokkra hluti sem mér finnst vanta og mætti bæta við. Fyrsta greinin mín svo gerið ykkur tilbúna fyrir skítkast.

Finnst að ætti að vera hægt að hægri klikka á stargate og gera jump úr fjarlægð, sambærilegt við stöðvar sem hægt er að gera dock. Það myndi þá bara nálgast og svo hoppa, eins og það nálgast og dockar.

Vantar líka í Options>Audio stiku til að lækka audio niður svo maður gæti hlustað á jukebox án þess að heyra hljóðin í leiknum. Aðallega útaf Winamp og önnur media forrit hægja á leiknum hjá mörgum (þ.ám. mér) svo að þetta væri þægilegur fítus fyrir flesta. Líka bara pirrandi hljóð í leiknum!

Svo væri fínt að geta sett miða á hluti sem eru pakkaðir sem gæti t.d. staðið á “Ekki snerta jón á þetta”. Væri þægilegt ef maður vill láta corp-member fá hlut en þið getið ekki hist strax í stöð og gert trade. Gætir þá sett hlutinn í hangar sem allir geta tekið úr og sett miða á hann “Kalli á þetta” og þá getur hann tekið þetta úr og aðrir corp-members ættu að stilla sig að taka ekki hlutinn þegar þeir sjá þetta hehe.

Tek fram að ég vill samt sjá bug fixes á undan þessu.
Nodferatu rulez all!