n00b vænt:
Skreppið í “people and places” (annar hnappurinn á vinstri stikunni), veljið þar að leita að solarsystem og sláið inn Gelfiven.

Upp poppar þá gluggi með “Gelfiven” nafninu, þið hægri smellið á hann og veljið “set waypoint”.

Síðan smellið þið einfaldlega bara á “auto” og njótið útsýnissins á meðan þið ferðist um í EVE heiminum í átt að Gelfiven sólkerfinu.

Þegar þið eruð komnir í Gelfiven þá veljið þið kerfisflipann (til þess að velja hvert þið ætlið að warpa innan kerfissins) og finnið Stations>Gelfiven IX - Moon 4 - Republic Military School, og veljið dock.

Þegar þið eruð komin inn í stöðina þá finnið þið hægra megin á skjánum flipa þar sem stendur “offices”, í listanum þar (ætti að vera næst efst) þá sjáið þið MASSi, sem er með merki sem lýtur út svipað og merkið í tyrkneska fánanum…

fyrir neðan logoið er svo hnappur sem stendur á “join corp”, þið smellið einfaldlega á hann og fyllið út umsókn.

Starfsmannastjórar fá umsóknina í hendurnar, meðhöndla hana á hinn og þennan veginn (enginn fær role til að byrja með, maður verður að vinna sér þau inn). Síðan fáið þið svar við umsókninni sem þið verðið að svara.

Það gerið þið með því að fara í corp takkann á vinstri stikunni (5 stjörnur), veljið application flipann og veljið umsóknina í MASSi og samþykkjið ;)

bj0rn - sjáumst í EVE