Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta er ekki í greinarstærð, en HellGremlin og Desmidus eiga svo sannarlega skilið allt hrós sem þeir geta fengið fyrir þetta.

Flestir ættu svosem að vita að bakgrunnssaga Endless Corporation og Das Paragon er orðin ansi víðtæk, spannar mörg ár og lýsir persónum ýtarlega.

Sagnabálkurinn “Unquiet Void” er búinn að vera í gangi í alllangan tíma, og hafa margir höfundar lagt sitt í þann bálk. Úr verður mjög skemmtileg blanda af mörgum sjónarhornum.

Hinsvegar, fyrir mánuði eða svo, tóku guttarnir sig saman og lýstu stríði þessarra tveggja fyrirtækja. Stríðið sjálft var sagt frá sjónarhorni fréttastofunnar INO, allt unnið í sameiningu af Uhclem, Desmidus og HellGremlin. Út kom margra kafla löng saga um Endless, hvernig Das Paragon flæktist í þeirra mál og svo aðal uppgjörið, einn bardagi sem spannar heilar 44 síður.

<a href=\"http://www.endless-corp.ownu.net/misc/fiction.php\“>Listi yfir allar sögurnar hjá Endless</a>

<a href=\”http://board.eve-online.com/topic.asp?TOPIC_ID =12057&FORUM_ID=9&CAT_ID=3&Topic_Title=Unquiet+Void+7+% 2D+Heaven&Forum_Title=EVE+Library\">Heaven, lokauppgjör</a>

Ég hvet alla EVE aðdáendur að kynna sér þessar sögur, enda er þetta skáldskapur af bestu gerð.