DUST 514 Fanfest lyklar komnir í loftið
Fyrir alla þá sem fóru á fanfest ætti það ekki að fara á milli mála að það er núna hægt að nota CCP kóðann til að komast í beta testing í DUST 514. Seinna í vikunni mun CCP svo senda út PSN kóða sem mun gera fólki kleyft að spila leikinn.

Þeir sem fengu ekki fanfest kóða en sóttu um beta aðgang (í gegn um EVE-Online) geta vænst þess að fá PSN kóða fyrir desembermánuð, en þeir sem hafa ekki gert það ættu að geta byrjað að spila þegar leikurinn verður gefinn út - í desember.

Þeir sem vita ekki hvað DUST 514 er eða vilja fræðast betur geta lesið um það hér.