Evemon Evemon

Jæja fyrst þetta áhugamál er við það að leggja upp laupana, ákvað ég að skrifa eina stutta grein, um forrit nokkurt sem heitir Evemon.
Ég efast ekki um að mörg ykkar viti hvað þetta er, og langar mig að kynna þetta þrælsniðuga apparat fyrir nýjum spilurum og öllum þeim sem að hafa ekki heyrt þess getið.
En jæja, Evemon er nokkurskonar utanályggjandi persónuyfirlit, þar sem þið getið annaðhvort beintengt það við serverinn og sótt upplýsingarnar þannig, eða sótt .xml skránna, sem er á myeve síðunni, þar sem þið farið í yfirlitið yfir persónuna ykkar.
En jæja, það sem þið byrjið á þegar forritið hefur hlaðist inn, er að setja inn notendanafn og lykilorð (ég hef ekki gert það hingað til), eða bara hlaða inn xml skránna.
Þá fáið þið mjög svipað yfirlit eins og í leiknum, hægra megin við myndina er svo hnappur sem stendur á plan, þar inni er yfirlit yfir alla hluti og skip í leiknum.
Þetta er mjög einfalt, og nytsamlegt til að reikna út hve langan tíma það tekur að traina fyrir þessu ákveðna skipi eða þessum ákveðna hlut sem þið ætlið ykkur að nota.
Einnig er þarna inni mineral reiknir og ígræðslu reiknir, þar sem þið getið sett attributana eftir ígræðslunum sem þið hafið og endurreiknað tímann þannig.

En já það er víst ekki mikið meira um þetta forrit að segja, en þetta er mjög sniðugt og þægilegt að hafa við höndina.
En endilega ef þið vitið um eitthvað meira þessu líkt að setja það inn á huga, og endilega skrifa inn alskyns greinar, það er ekki búið að sjást ný grein þarna í óratíð.

hér er Linkur á download og heimasíðu þeirra sem hanna þetta forrit
http://evemon.evercrest.com/

Takk fyrir mig.