Fólk er búið að vera að biðja um fleiri sögur úr EVE-online, well, hérna er ein.

Seinastliðinn laugardag (2006.07.15 19:00) var ég að keppa með alliancinu mínu sem heitir ‘Coalition of Carebear Killers’ (CCK) á móti ‘Ascendant Frontier’ (ASCN) í 2nd Caldari Alliance Tournament í EVE-online.

Það eru í augnablikinu 70 members í CCK en tæplega 4000 í ASCN, þeir eru semsagt 55.5 sinnum stærri en við og allavega 100 sinnum ríkari.

Þessi bardagi var slatti langur og fyrsta skipið sprakk ekki fyrren eftir cirka 12 mínútur og það var dominix (Battleship) frá okkur, eftir það fór allt í vaskinn hjá okkur og alltíeinu var ég einn eftir á Cerberus-inum (Heavy Assault Ship) mínum með allavega 5 mínútur eftir af bardaganum.

Þegar hingað er komið til sögu höfðum við aðeins náð einu skipi hjá þeim, aumasta skipinu þeirra í þokkabót (Destroyer class), ég var semsagt einn á móti fjórum og allveg að fara á taugum.

Navy Megathron, Command ship, Elite cruiser og Elite frigate eru að nálgast mig, allir með close range byssur en eru ennþá cirka 70km í burtu frá mér, ég hafði haldið mér langt í burtu mest allan bardagann en fór núna eins langt í burtu og ég mögulega gat.

Reglurnar segja að maður megi ekki fara lengra en 100km frá miðjunni svo ég setti skipið mitt á 99km orbit á miðjuna (center beacon), það sem ég klikkaði á var að skipið þurfti að beygja inní orbit og fór þessvegna útfyrir 100km þegar það beygði sem leiddi til þess að skipið mitt sprakk á sekúndubroti.

Hitt liðið gerði aldrei neinn skaða á mig allan bardagann og ég veit ekki til þess að nokkur hafi farið útúr range í svona keppni áður.

Archon Theo, Coalition of Carebear Killers (CCK)