EVE á Huga. Sælir,

Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarin misseri hvort það sé eitthvað hægt að gera til þess að vekja upp EVE áhugamálið á Huga. Innsendar greinar hafa verið ósköp takmarkaðar undanfarið, bæði í magni og innihaldi. Greinar um óvirðingu WoW spilara gagnvart áhugamálinu hefur ekki mikið að segja fyrir mig sem EVE spilara, sem dæmi.

Hvað er þá hægt að gera? Er eitthvað hægt að gera?

Fyrst þurfum við að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að Hugi er miðill sem einungis íslendingar stunda, þannig að það er mjög takmarkað hægt að nota þennan miðil til að fylgjast með ingame pólitík og annari stöðu hérna. Ekki er til neitt algerlega islenskt corporation í EVE, allavegana ekkert sem hefur einhvern metnað til að vera algerlega íslenskt, og hefur ekki verið síðan Raid(rétt?) var og hét í betunni.

Pirates
Heyrst hefur að meginhluti íslendinga séu pirates, er það rétt? Getum við komið með skoðanakönnun til að komast að því? Ef svo er getum við þá ekki bara fengið greinar frá þessum meirihluta um það hvernig á að vera íslenskur pirate? Er eitthvað spes við íslenska pirates umfram aðra?

Við erum íslenskir.
Einnig er það vel þekkt að í upphafi var Stain Alliance með mikið af íslendingum innanborðs, er svo ennþá? Veit nú ekki hvaða upplýsingar við getum fengið frá Stain mönnum sem okkur langar til að lesa og þeim langar til að gefa upp, ekki sniðugt að vera að dreifa of miklum upplýsingum um ingame alliance á vefnum í dag ef hægt er að komast hjá því. En kannski geta þessir menn hjálpað nýjum íslenskum spilurum að læra á leikinn í einu best þekkta alliance í dag, Stain er með mikið í gangi og hægt að læra hvað sem er hjá þeim, hvort sem það sé tengt pvp eða pve. Spurning hvort við viljum einhvern þjóðernis rembing hérna? :)

Auglýsing.
Eigum við kannski að einbeita okkur að því að senda inn greinar sem sýna okkar sýn á EVE heiminn og þá í leiðinni auglýsa leikinn fyrir þeim íslendingum sem hafa áhuga en ekki nennt eða viljað kynna sér hvað EVE snýst nákvæmlega um. EVE er með mun meiri fjölbreytni en einn maður getur lýst í einni grein. Fjölbreytt og ótrúlega breytileg ingame pólitík sem dæmi er einstakt fyrirbæri í online leik og margir sem hefðu áhuga á því að læra betur um hvað það snýst (án þess að fara að ræða sérstaklega bardagahæfni einstakra aðilli í pólitíkini samt). Erum við hæfir til þess að skrifa okkar sýn á EVE án þess að monta okkur eða dæma aðra spilara og aðferðir?

Upplýsingar sem hægt er að birta.
Ef við gætum haft kubb hérna á flottum stað sem sýndi nýjasta alliance kortið þar sem það er ein flottasta og einfaldasta upplýsingabirting úr eve sem hægt er að sýna. Ég hef ekki margar hugmyndir um hvað hægt sé að setja upp hérna á EVE-Huga án þess að einhverskonar vinnu sé krafist, hugmyndir?

ók ók ég er hættur.
EVE-Online er frábær leikur sem ég hef spilað í 3 ár og 8 mánuði sirka, íslenskir spilarar hafa í gegnum tíðinna sett einstakt mark á þennan leik sem ekki margir nema þeir sem hafa fylgst sérstaklgega með hafa tekið eftir. Mér þætti gaman ef hægt væri að senda inn greinar og efni sem gaman væri að lesa og pæla í, ef einhver hefur hugmynd um efni til að skrifa um en efast um hæfni sýna til að koma því frá sér þá er enginn vandi að senda mér skilaboð hérna á Huga og ég skal gera mitt besta til að hjálpa.

Hvað segiði?