Beta testing á EVE að byrja! CCP eru farnir að taka við fólki í beta testing á EVE - the second genesis. Maður þarf að vera 18 ára til að taka þátt í því útaf einhverjum samningi sem maður gerir við þá sem bannar þér að segja eitthvað um leikinn og taka screenshots og svona.

Þú skráir þig á heimasíðunni þeirra, www.eve-online.com/beta.
Þar segja þeir þér flest sem þú þarft að vita og ef þú sækir um færðu póst með svörum með fleiri spurningum og lykilorð sem þú þarft að nota síðar.

Ég mæli með því að sem flestir skrái sig og verði duglegir að posta commentum til þeirra í CCP. Það verður bara til að bæta leikinn og gera hann sem bestan þegar hann verður gefinn út, en það verður einhverntíman í Júní 2001. Beta testing á hinsvegar að byrja í desember á þessu ári.

Í von um að sem flestir skrái sig,
Björn Brynjúlfu