Arcanum Industrial, I.C.A and Or1on Corporations pronounce the Icelandic Defence Administration:

Samband Íslenskra fyrirtækja, með það markmið að vernda hagsmuni Íslendinga í EvE alheiminum.

Tala flugmanna þessa sambands telur nú einhverja 50 membera, og viðhöldum við stórum hópi flugmanna til þess að útfylla þessi ákvæði:


Stjórnarskrá Icelandic Defensive Administration:




1. Grein: stjórnarskrá og fundarhöld


1.0
Sama hvað þú gerir, alltaf skalt þú fara eftir stjórnarskránni.
Ef einhverjar breytingar þarf að gera á stjórnarskránni, skal kalla
til þingfundar,og þar skulu að minnsta kosti 2/3 samþykkja breytinguna
Ef ekki er hægt að boða fund,er ekki hægt að breyta stjórnarskránni!


1.1
Er tekin er mikilvæg ákvörðun varðandi málefni IDA skal það gert á
þingfundi. Sé ómögulegt að kalla til fundar, sökum þess að eigi
náist í nægilega marga af meðlimum þings til að mynda meirihluta
skal forseti taka ákvörðun í samráði við þá þingmenn sem í næst.
Hvorki foreti þingsins né varaforsetinn hafa leyfi til að breyta
stjórnarskránni. Ef ekki næst í forseta þingsins skal varaforseti
þingsins taka við stöðu hans þangað til hann er tilbúinn til að
taka við aftur.


1.2
Forseti og varaforseti þingsins skulu vera kosnir af IDA þinginu.
Skulu þeir kosnir í sitthvoru lagi og má frambjóðandi til forseta
kjósa frambjóðanda til varaforseta og öfugt. Eigi mega forseti og
varaforseti þingsins vera frá sama fyrirtæki.






2. Grein: viðskipti, sambönd og samskipti við aðra


2.0
IDA ver öll heiðarleg viðskipti á sínu svæði, og reynir að koma
í veg fyrir viðskipti, sem IDA þingið hefur úrskurðað ólögleg á
þingfundi(1.1 grein).


2.1
IDA mun líka verja þá íslendinga, fyrirtæki, bandalög, félög o.fl
sem taka þátt í EvE og eru í vandræðum, þurfa, eða biðja IDA um aðstoð.
Þetta á ekki við um þá íslendinga sem eru með ólöglega starfsemi,
standa í viðskiptum sem þingið hefur úrskurðað ólögleg, eða standa
í stríði við aðra sem þingið hefur úrskurðað bandamenn IDA. (2.3 grein)


2.2
IDA þingið ákvarðar hvaða viðskipti eru lögleg og hver eru ólögleg. Það
skal gert á þingfundi sem skal boðaður af forseta þingsins og/eða
varaforseta (1.1 grein).


2.3
IDA þingið ákvarðar líka hverjir skulu ganga til liðs við IDA, stofna
viðskiptasáttmála, hefja samstarf við IDA, koma á viðskiptaleit við IDA
o.fl. Það skal gert á þingfundi (1.1 grein)


2.4
Samningar IDA og stjórnarskráin hafa algeran forgang yfir allt annað.
Ef meðlimi IDA er boðið samstarf, samningur eða eitthvað annað skal það
samþykkt eða því hafnað á þingfundi IDA þingsins.






3. Grein: Reglur innan IDA


3.1
Það eru þrjú lögmál sem snerta samskipti meðlima IDA sem alltaf
skulu vera í hávegum höfð. Þau lögmál eru þessi:


1. Meðlimur IDA getur ekki unnið öðrum meðlimi IDA mein, né heldur
með aðgerðarleysi, stuðlað að því að annar meðlimur IDA hljóti skaða.


2. Meðlimur IDA má ekki ljúga að öðrum meðlimi nema því aðeins að sú lygi
brjóti í bága við fyrsta Lögmálið.


3. Meðlimur IDA verður að verja tilvist sína svo lengi sem sú vörn brýtur ekki í
bága við fyrsta og annað lögmálið.


Þessi lögmál má ekki brjóta undir neinum kringumstæðum.

Þannig hljómar stjórnarskrá IDA, en hún var sett saman í stórum dálkum af þingi IDA, og löguð í smáatriðum af yfirstjórn Or1on Corporation.

IDA er ávalt að leita af velsæmandi fyrirtækjum sem treysta sér til að viðhalda þessi skilyrði, og leggja af hendi vinnu og mannskap til þessa.
Ef þú og þitt Fyrirtæki í EvE er íslenskt, og hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur, sendið póst til bjornbr@hotmail.com, varaforseta þingsins, og dratlas@visir.is forseta þingsins.



Icelandic Defence Administration

- Sverð Íslands, sómi þess og skjöldur.



Arcanum Industrial, I.C.E & Or1on Corporation.
<img src="