CCP er að gera breytingar á byrjendahjálpinni í leiknum og vantar sjálfboðaliða til þess að prófa hana meðan við fylgjumst með.

Viðkomandi þarf að uppfylla þessi skilyrði:
- Ekki hafa spilað EVE áður
- Hafa mikinn áhuga á því að prófa EVE
- Hefur almennt gaman að tölvuleikjum og þá sérstaklega MMORPG leikjum.

Um er að ræða ca 4-6 klukkutíma ferli sem viðkomandi fer í gegnum hjá okkur. Sá hinn sami fær í verðlaun fría áskrift að EVE í 1 ár og EVE flís.

Ef þú ert eða þekkir þann sem uppfyllir þessi skilyrði og hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni þá sendu póst á technical@ccpgames.com með subject “EVE nytsemispróf”. Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og símanúmer, reynsa af tölvuleikjum og hvenær myndi henta að gera þetta. Við stefnum á að gera þessi próf strax í byrjun október.

Kveðja,
CCP