Sælir EVE spilarar

Ég er director hjá litlu og skemmtilegu fyrirtæki, sem nefnist Nerroths Covenants. Aðeins tólf spilarar eru í fyrirtækinu núna, jafnt Íslendingar, sem útlendingar. Ákveðið hefur verið að stækka fyrirtækið eitthvað og fól stjórinn mér það verkefni að auglýsa okkur hér á huga. Við erum sem stendur að koma öllum meðlimum fyrirtækisins í gang. Nokkrir af okkur fljúga þó orrustuskipum (battleships), fjórir nánar tiltekið.
Innan fyrirtækisins eru fjórar deildir. Þær eru:
Mining & Refining - Þessi deild sérhæfir sig í því að ná ýmis grjóti úr loftsteinum og vinna úr því, eins og nafnið segir kannski.
Production & Research - Hérna er séð um að framleiða hluti fyrir meðlimi fyrirtækisins, eða selja á opnum markaði, ásamt því að þróa ýmis skipateikningar og því um líkt.
Trade & Smuggling - Hér fara þeir sem vilja ná frama í gegnum viðskipti með ýmis vörur, löglegar eður ei.
Security & Internal Affairs - Þetta er líklega það sem flestir vilja fara í, því hér er séð um öryggi innan og utan fyrirtækisins. Ekki aðeins mun þessi deild vernda meðlimi, heldur einnig sjá um að enginn sé að stela, svindla eða slíkt.
Þá er þetta allt komið, að mér sýnist. Þrátt fyrir deildirnar, þá er fólk í Mining & Refining ekkert að brjóta grjót 24/7/52. Heldur er miðað við hvað fólk vill gera mest af.
Endilega talið við okkur ingame, ef þið hafið áhuga. Þið getið talað við CEOinn, Rodon Manes, eða einhvern af directorunum, mig, Garagos, Ebeniser eða Vivetrix. Einnig erum við með spjallrás “Nerroths”.

Director of Production & Research, Cyberfairy
Omg ! These chokodiles ! Like OMG ! These chokodiles !