Þegar ég heyrði fyrst um EVE í útvarpinu, minnir að það hafi verið á Radio X sem var þá rekið af frammhaldskólunum, það eru einhver 6 ár síðan held ég, heyrði ég þá sem voru í viðtali minnast á að einn af möguleikunum í spilun leiksins væri “landkönnun”. Þeir töluðu um að EVE heimurinn kæmi til með að innihalda allt að 5000 sólkerfi. Nú eftir að Exodus patchinn kom út var “System scanning” bætt við sem fídus í leiknum. Fyrir þá sem ekki vita hvað system scanning er, gefst spilurum kostur á að scanna system með hjálp Scanners og “probes” eða könnuðir.
Mig langar, lesandi góður að þú segir mér hvað og hvernig hægt sé að bæta leikinn með landkönnun í huga. Til dæmis væri hægt að bæta fleiri “hidden places” inn í leikinn. Mín útfærsla hljómar einhvern veginn svona:

Í brjun hverrar viku, þegar serverinn er endurræstur “deploy-ar” einhverskonar kóði(script) einhverskonar “hidden places” td, flök af skipum, rústum og allskyns drasli sem flýtur um geiminn. Það myndu allt að 15% sólkerfa í leiknum fá einn eða fleiri svona staði. Ef spilarar sem hafa tileinkað sér það hlutverk í leiknum að vera landkönnuðir finna slíka staði verður að vera einhver hlutur eins og tildæmis “loot container” sem “trigger-ar” að þessi stuður hverfi eftir næsta “server reboot”. Þessir staðir þurfa ekkert endilega að vera með “hostile NPC activity”. En líklegast mætti blanda þessum blessuðu “Rough drones” inní þetta ef mönnum langar. Svo mætti taka þetta enn leingra og bæta inn nýjum skipa klassa eins og könnunarskip og eða ransóknarskip sem myndu eingöngu þjóna þeim tilgangi að auka þekkingu manna á himingeimnum. Ímyndið ykkur hvað það væri spennandi ef þið mynduð finna Svarthol sem myndi flytja ykkur á óþektan stað í sólkerfi sem væri kanski 60 “jumps” í burtu eða að finna einhver geim fyrirbrigði sem einginn hefur séð áður.

Þetta myndi vafalaust bæta við fleiri möguleikum Í EVE. Ég veit um spilarar sem spila leikinn einungis til að mæna og hafa gaman að því að gera ekkert annað, ef það eru til svoleiðis spilarar þá hjóta að vera til spilarar sem fá eitthvað “kick” út úr því að ransaka og kanna umhverfi okkar, einskonar vísinda menn og stjarnfræðingar. Þetta mundi eflaust færa okkur enn nær raunveruleikanum hvað “role play” varðar og eflaust gefa Aurora séns á því að vefja þetta inn í eitt af plottunum sínum.

Endilega komiði með tillögur, hver veit nema þessi grein endi svo sem nýr fídus í leiknum, þ.e.a.s ef strákarnir í CCP lesa greinarnar á huga einhverntíman :