Dularfyllsti og víðsjálasti kynþátturinn af öllum í heimi EVE. Fjöldi Jovia er aðeins brotabrot af hinum nágrönnum þeirra, en tæknilegir yfirburðir þeirra gera þá sterkari en allt sem um getur.

Þó að þeir séu algerlega mennskir, halda margir að þeir séu það ekki, ástæðan er sú að þeir nota erfðafræði til að leysa meira og minna öll þau vandamál sem herja á mennska kynstofninn. Í um þúsundir ára hafa Joviar gert allskyns tilraunir með erfðabreytingar margskonar, sem tækni þeirra leyfir. Er styrkur þeirra jókst fóru þeir að trúa því að þeim væri allir vegir færir, og það leiddi til undarlega mikilla stökkbreytinga á líkama þeirra og huga. Þetta var hörð stefna sem ströng stjórnvöld studdu.

Eitt sinn gerðist það að þeir misstu stjórn á tilraununum þessum í svolítinn tíma (nokkrar kynslóðir), og útkoman var heldur betur hryllileg. Á þeim tíma höfðu Joviar truflað mjög grundvallar eðlisávísanir svo sem reiði og kynhvöt, en ástundað sér nýjar og furðulegar hvatir.
Síðan þá (Joviar kalla þetta þetta dimma tímabil í sögunni “Hina huldu daga”) hafa þeir reynt að bæta skaðann en DNA bygging þeirra er það skemmd að ekki verður um bætt, en útkoman var hinn hræðilegi Jove sjúkdómur. Erfðasjúkdómur sem smitast ekki í aðra kynþætti en Joviar sem smitast sökkva í svo djúpt í þunglyndi að sjúklingurinn missir allan vilja til að lifa og deyr svo innan fárra daga eða vikna.

Þrátt fyrir þetta höfðu Joviar náð að halda sig frá þeirri ringulreið sem fylgdi því að vera umluktir í EVE nokkuð vel. Á fáum öldum höfðu þeir jafnað sig og urðu enn á ný hátæknisamfélag. Þeir settust að í þó nokkrum sólkerfum og stofnuðu annað heimsveldi sem er nú um níu árþúsunda gamalt, en ef Joviar eru nú tæknivæddustu af kynþáttum í EVE, hafa þeir ekki enn náð þeim mikilfengleika sem fyrsta heimsveldi þeirra var. Sjúkdómurinn skæði kemur í veg fyrir að fjölga sér nóg og stækki nægilega til að heimsveldið blómstri.

Joviar þyrstir í þekkingu, alla þekkingu. Yfirburðir þeirra á tækni havfa gert þeim kleift að lauma sér inn hjá öðrum kynþáttum með hlerunar tæki og nema, sem gefur þeim framúrskarandi aðgang að upplýsingum, sem þeir nota til að viðhalda sterkri stöðu meðal annarra kynþátta. Joviar selja mikið af þeirra tæknilega tækjabúnaði til hinna kynþáttanna og það er helsta ástæðan fyrir því að halda öðrum frá heimsveldi þeirra.

Samfélag Jovia er dularfullt og það er erfitt að átta sig á því. Það er nú ein helsta ástæðan fyrir því að það er mestmegnis lokað fyrir öðrum. Fáir utanaðkomandi dvelja inni í Jove Heimsveldinu.


Heimildir: www.eve-online.com
“I know not with what weapons World War III will be fought, but World War IV will be fought with sticks and stones.”