Exodus eða shiva eins og þið kannist kannski betur við er nýjasta stóra upfærslan á EVE, og á að koma inn eftir viku.

En hvað er svo í þessari uppfærslu? Helst skal nefna POS sem eru byggingar í geymnum sem fyrirtæki/bandalög geta komið fyrir. Þetta eru ekki geymstöðvar heldur er þetta þyrping af byggingum sem er staðsett í kringum stjórnturn, þessar byggingar eru af ýmsum toga, geymsluturnar, tunglnámutæki (næsta þýðing sem ég kemst að), skipaviðgerðastöðvar og enduruppsetningar, færanlegar námugrýtisstöðvar og svo fullt af varnartækjum. Allt er þetta afskaplega flott og er skref í átt að því að færa geyminn í hendur spilarana, og ekki þarf lengur að fljúga. Svo er náttúrulega hægt að ráðast á þetta allt og sprengja í tætlur, ef það er ykkar ánægja.

Næst í röðinni er fjórða stigs umboðsmenn. Fyrir marga þá þerna úti sem hafa eytt tíma sínum í það að vera hlaupatík einhvers með gullfiskaminni (líkt og ég á tímabili) eru loksins að fara fá eitthvað fyrir sinn snúð. Helst ber að nefna erfiðari erindi þarf sem þú þarf oftast að hafa hjálparhellu með þér, verðlaunin hafa að sama skapi hækkað og núna eru komnir tryggðarpunktar. Tryggðarpunktar eru nokkurskonar hliðarpeningar hjá því fyrirtæki sem þú ert með þá hjá, svo er þér boðið að kaupa sérstaka og yfirleitt betri hluti með þeim sem tengjast fyrirtækinu eða þínum kynþátt. Já og tryggðarpunktar eru hjá öllum umboðsmönnum sama af hvaða stigi en náttúrulega hækkar með hverju stigi.

Nýr markaður er svo eitthvað sem flestir eiga eftir að venjast. Það þarf ekki lengur að binda sig við stöðvar til að eiga viðskipti, en hinsvegar þarftu hæfileika til þess. Persónulega hef ég ekki reynslu af nýja markaðnum en við fyrstu sýn hefur hann sína kosti og galla, og er bara eitthvað atriði sem maður þarf að venjast.

Nýjar skipatýpur, eitthvað sem margir hafa beðið eftir, helst er að nefna battlecrusiers, destroyerar og mining barges (jamm þarna fór íslenskunin í köku). Destroyers eru millistig milli freigátu og crusier, hugsað til þess að drepa freigátur, svo battlecruiserar eru millistig milli cruisier of battleship og ekkert annað en gott um það að segja. Hinsvegar er það nýjasta nýtt mining barges, en þá eru loksins komin sér námuskip í stað Apocalypse, helsta við þau er að þau eru hægfara með lítinn varnarbúnað. Þess má geta að mining barges eru einu skipin sem geta námað ís-kristalla, en úr þeim kemur eldsneytið til að keyra POS.

Jæja, ætla að kalla þetta gott í bili enda af nógu að taka, en eftir er complexes, smyglvarningur, bandalagakerfi og eitthvað fleira sem er ekki enn inn en á eftir að koma í Exodus.