Núna er Fanfest 2004 og mættu margir en þó alltof fáir íslendingar, hefði viljað sjá miklu fleirri, en maður vonar betur næst.

Núna spyr maður þá sem fóru. Hvernig fannst ykkur ? Hvað mátti betur fara ?

Annars fannst mér mjög skemmilegt og mér fannst ég virkilega vera að fá fyrir peninginn minn.

Allt heila klabbið byrjaði á föstudeginum þegar maður fór að ná í miðann sinn og svo voru RealX tónleikar um kvöldið sem ég fór reyndar ekki á þar sem ingame tónlistin er hundleiðinleg :)

Annars fór maður þarna á föstudeginum í Menningarhúsið þar sem Einherjar Yggdrasils ákváðust að hittast og buðu öllum sem vildi koma að koma líka. Endaði með að þarna var slatti frá Einhverjum og 3 frá Raptus Regaliter, þar á meðal ég og Artharas (Deathknight).

Síðan á laugardeginum byrjaði fjörið, maður kom sér uppí loftkastala og var þar sýnt hvernig eve hafði verið byggður í skrefum og skemmtilegar ljósmyndir af starfsmönnum CCP í ferlinu :) Við fengum að sjá Exodus myndband (shiva) og var síðan sýnt smá frá Kali sem var bara frábært, gaurinn var með cluster keyrandi í lappanum sínum þarna :S. Allaveganna, planetary flight var bara of cool og núna bíður maður bara spenntur eftir þessu. Síðan var komið með spurningar úr salnum og eftirminnilegt var þegar það kom Senator frá CA og var púaður niður :) Einnig var gert grín af CA og dual mwd hæfileikum þeirra.

Svo um kvöldið byrjaði sjálft Fanfestið, mætti maður á Felix um átta leytið og fékk sér smá Quafe og Quafe ultra og auðvitað Quafe uber ultra :P
Þar var Quafe drottningin valin við mikinn fögnuð eve spilara og mikið var spjallað þar um kvöldið.

Síðan eftir fanfestið sjálft þar sem sjálf dagskráin var búin var ákveðið að fara í 3rd front partý í grafarvoginum og plötuðum við T20 með okkur og sýndi hann okkur allskonar cool hluti í shiva :) t.d. titans, imperial skip og allskonar nýtt dót sem er að fara að koma.

Allaveganna fannst mér þetta vera í heildina mjög gaman og alveg peningsins virði.