Og þá var allt búið. Hylkið brotnaði í sundur. Hið nakta skinn, óvarið fyrir geislum sólarinnar, fuðraði upp. Líkaminn bólgnaði og krumpaðist óstjórnanlega. Á sama augnabliki og meðvitund varð að engu sauð munnvatnið á tungunni. Dauði kom fljótlega eftir það. Líkið blandaðist braki fyrrverandi freigátunnar. Í bakrunninum elti lögreglan niður morðingjann

Það byrjaði allt svo sakleysislega. Tvær ‘Gallente’ freigátur fljúgandi um á svæði ríkjasambandsins. Spjallandi vingjarnlega. Einn var opineygður nýliði; Hinn var í reyndari kantinum. Hörmung: Orðastríð, á undan hótunum og móðgunum. Þá hætti spjallið og vopnin töluðu. Nýliðinn átti aldrei möguleika. En bíðið við! Lögregluskip nálgast. Of seint að bjarga nýliðanum. Þannig að þeir refsa sakamanninum. Réttlætið er skjótt - Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Lík reyndari mannsins slæst í hóp með líki nýliðans í sínum tignalegum dansi í kringum sólina.

Þó lifa báðir. Akkúrat þessa stundina vakna þeir til lífsins í sínum sýju líkömum. Kannski eiga þeir möguleika á að fá að dansa aftur einhvern tímann - Kannski hefur þá nýliðinn lært nokkur ný brögð.

Þetta er ekki endirinn. Hringrás lífsins bjargaði þeim tveim föllnu frá því að falla í gleymsku. Líkum þeirra er líka skilað aftur í endalausa hringinn. Frosni dans þeirra er truflaður strax og sjóndeildarhringurinn gleypir lögregluskipin. Ólýst skip laumast að. Nokkur björgunarvélmenni eru fljótlega send á vettvang. Líflausir líkamarnir eru hrifsaðir upp og þeim er skilað aftur í skipið. Að vera gómaður að lík-mæna af lögreglu ‘Gallente’ þýðir alvarleg, alvarleg vandræði. Svo varpar skipið sér burt, með vilja til að komast út af svæði ríkjasambandsins með sinn dýrmæta farm. Leitandi að klón-stöð sem vill fá smá illa-fenginn, A-flokks lífrænann massa. Lífið heldur áfram, borgari. Ekkert meira að sjá hér.

Þetta er íslenskuð útgáfa af ‘Eve chronicle´inu “The Vicious Cycle”’. Vona að ykkur hafi líkað vel!