Í gær klukkan 19:00 átti Misu Baniya að halda fund með JQA en hann seinkaðist þangað til um hálf átt vegna reboots á servernum. Mjög margir JQA meðlimir mættu á staðinn, bæði til að fá að sjá Jovian skipið og líka til þess að hindra það að óprúttnir aðilar gætu truflað fundinn. Ekkert þannig gerðist og núna er JQA hluti af Jovian Register of Sovereign Nation-States ásamt fleirri alliances.

Við vildum þó ekki láta það fara til spillis þessa ágætu flotamyndun sem var þarna en þarna voru yfir 60 skip, svo að við ákváðum að fljúga aðeins um Syndicate og taka út nokkra pirates. Þegar við skoðuðum map sáum við að það var mjög líklega gate camp í ónefndu kerfi og var stefnan tekin þangað. Við mættum á staðinn og þessir pirates flúðu, við ákváðum að halda hliðinu nema þá uppgötvum við að við erum ansi nálægt heimakerfis NORAD og að þessir pirates myndu ekki snúa aftur svo ákveðið var að snúa heim. Fyrir mistök missti einn meðlimur okkar skipið þegar NORAD menn réðust á hann, forstjóri Raptus Regaliter ákvað þá að ræða aðeins við NORAD menn og kom þá í ljós að þetta voru mistök og fékk meðlimurinn okkar skipið sitt bætt.

Meðan þetta var í gangi var frekar gaman að skoða mappið en við vorum langstærsti punkturinn í Syndicate og var þetta frekar myndarlegur floti.

Meðlimir af öðrum alliances sem hafa gengið í Jovian Register of Sovereign Nation-States mættu alveg segja það hér svo að við getum vitað hverjir eru í þessu og einnig ef þeir vita eitthvað hverjar skyldur okkar eru eða hvað við græðum á þessu annað en að geta sagt að við erum hluti af Register of Sovereign Nation-States.

Rapt | Bubbaloo